Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 17:02 Sergio Perez ræðir hér við liðsstjóra Red Bull Racing liðsins, Christian Horner, í Katar um síðastliðna helgi. Vísir/Getty Það bendir allt til þess að dagar Mexíkóans Sergio Perez hjá Red Bull racing verði taldir eftir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi um komandi helgi. Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað. Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað.
Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira