Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 07:41 Starmer segir Bretland munu verða stöðugur og ábyrgur aðili á óvissutímum. AP/Stefan Rousseau Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist hafna algjörlega hugmyndum um að Bretland þurfi að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ummælin lét hann falla í kjölfar viðvarana sérfræðinga í viðskiptum og utanríkismálum um að Bretar gætu horft fram á að sæta þrýstingi frá Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að velja á milli ef hann efnir fyrirheit sín um aukna tolla á allan innflutning. Starmer sagði Bretland aldrei myndu snúa baki við sambandi sínu við Bandaríkin, sama hversu mörg vandamál kunna að koma upp í samskiptum við ný stjórnvöld. Samband ríkjanna hefði verið hornsteinn öryggis og velmegunar í meira en öld. Á sama tíma væri hann staðráðinn í því að halda áfram viðleitni sinni til að „endurstilla“ samband Bretlands við Evrópu í kjölfar Brexit. Sambandið milli Bretlands og Evrópu hefði verið vanrækt síðustu ár en væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og vöxt. „Það er einfaldlega rangt að á þessum viðsjárverðu tímum verðum við að gera upp á milli þess að vera í liði með Bandaríkjunum og Evrópu,“ sagði Starmer. „Ég hafna því alfarið. Attlee valdi ekki á milli bandamanna. Churchill gerði ekki upp á milli þeirra. Það er þjóðarhagur að vinna með báðum.“ Talsmenn Verkamannaflokksins segjast hafa búið sig undir það að þurfa að vinna með stjórnvöldum undir Trump og Starmer sagði í gær að Bretland gæti verið „stöðugur og ábyrgur“ aðili á óvissutímum; traustur bandamaður. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira