Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 08:02 Michael Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1. getty/Marcus Brandt Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörður Michaels Schumacher, og tveir aðrir eru til rannsóknar hjá þýsku lögreglunni vegna gruns um að hafa ætlað að hafa af honum fé. Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár og hafði aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um ástand ökuþórsins fyrrverandi. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann varð fyrir heilaskaða í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche var leystur undan störfum hjá Schumacher-fjölskyldunni fyrr á þessu ári eftir að brestir komu í samband hans við hana. Fritsche var ekki sáttur við þær málalyktir og lagði því á ráðin með að kúga fé út úr Schumacher-fjölskyldunni til að hefna sín. Talið er að Fritsche hafi stolið 1.500 skrám af heimili Schumachers. Hann á að hafa komið þeim fyrir á tveimur usb-kubbum og tveimur hörðum diskum dagana áður en hann var rekinn. Um var að ræða myndir, myndbönd, lyfja- og sjúkraskrár Schumachers. Til að aðstoða sig við fjárkúgunina fékk Fritsche til liðs við sig vin sinn, Yilmaz Tozturkan og son hans, Daniel Lins. Sonurinn setti sig í samband við Schumacher-fjölskylduna og talið er að hann hafi sent þeim nokkrar skrár til sönunnar um að þeir hefðu gögnin undir höndum. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa krafist tólf milljóna punda frá Corinnu, eiginkonu Schumachers, gegn því að skila skránum. Þeir hótuðu annars að birta skrárnar á djúpvefnum. Fritsche, sem hóf að vinna fyrir Schumacher-fjölskylduna fjórum mánuðum fyrir skíðaslysið örlagaríka, var handtekinn á heimili sínu í byrjun júlí. Í kjölfarið voru feðgarnir handteknir. Tozturkan er enn í haldi lögreglu en Fritsche og Lins var sleppt gegn tryggingu.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira