Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 16:24 Rósa Guðbjartsdóttir og Jónína Björk Óskarsdóttir eru jöfnunarþingmenn Suðvesturkjördæmis. vísir/hjalti Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08