Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:36 Þórarinn Ingi Pétursson er jöfnunarþingmaður Norðausturkjördæmis. vísir/sara Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08