Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 11:36 Þórarinn Ingi Pétursson er jöfnunarþingmaður Norðausturkjördæmis. vísir/sara Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi. Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Lokatölur fyrir Norðausturkjördæmi voru birtar klukkan tíu í morgun. Samfylkingin hlaut hlutfallslega flest atkvæði 21,3 prósent. Miðflokkurinn hlaut næstflest atkvæði, 15,7 prósent, Sjálfstæðisflokkurinn var þriðji með fimmtán prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn tapaði 11,4 prósent fylgi á milli kosninga og nær aðeins inn einum kjördæmakjörnum þingmanni. Þegar úrslit á landsvísu lágu fyrir eftir hádegi í dag kom í ljós að Framsókn fengi inn jöfnunarþingmann í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn misstu 9,1 prósent og báða sína þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaðist minnstu fylgi af stjórnarflokkunum, 3,5 prósentum, og hélt sínum tveimur þingmönnum. Norðausturkjördæmi var lengi eitt helsta vígi Vinstri grænna enda kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, stofnanda og formanns flokksins til fjölda ára. Flokkurinn hafði mest þrjá þingmenn þar þegar honum vegnaði sem best eftir hrun. Logi Einarsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verður fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Flokkssystir hans Eydís Ásbjörnsdóttir tekur einnig sæti á þingi. Fyrir Miðflokkinn náðu kjöri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorgrímur Sigmundsson. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu verða þeir Jens Garðar Helgason, fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi þingmaður flokksins. Sigurjón Þórðarson náði kjöri fyrir Flokk fólksins. Hann var áður þingmaður Frjálslynda flokksins frá 2003 til 2007. Eini kjördæmakjörni þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verður Ingibjörg Ólöf Isaksen, sitjandi þingmaður. Þórarinn Ingi Pétursson náði inn sem jöfnunarþingmaður. Fyrir Viðreisn náði Ingvar Þóroddsson inn á þing. Flokkurinn var ekki með þingmann í kjördæminu fyrir. Fréttin var uppfærð eftir að úrslit á landsvísu lágu fyrir og ljóst varð að Framsóknarflokkurinn fengi jöfnunarsætið í Norðausturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Sósíalistaflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Lýðræðisflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08