Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 11:22 Svíinn Ebba Andersson óskar hér hinni norsku Heidi Weng til hamingju með góðan árangur sinn í skíðagöngukeppni. Getty/Federico Modica Norska skíðakonan Heidi Weng mun eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í ár en því fylgja fórnir hjá fjölskyldumiðlum hennar. Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng. Skíðaíþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng.
Skíðaíþróttir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira