Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 11:22 Svíinn Ebba Andersson óskar hér hinni norsku Heidi Weng til hamingju með góðan árangur sinn í skíðagöngukeppni. Getty/Federico Modica Norska skíðakonan Heidi Weng mun eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í ár en því fylgja fórnir hjá fjölskyldumiðlum hennar. Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng. Skíðaíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Heidi sagði norska ríkissjónvarpinu frá því að systir hennar ætli að passa upp á það að skíðakonan kræki ekki í flensu eða einhverja pest yfir hátíðirnar. Það gerir hún með því að taka barnið sitt úr leikskóla löngu fyrir hátíðirnar. Ekki í æfingabúðum yfir jólin Weng er vön því að eyða jólum og áramótum í æfingabúðum í mikilli hæð til að undirbúa sig sem best fyrir tímabilið. Hún ákvað hins vegar að vera heima í ár en verður auðvitað að passa sig að veikjast ekki. Allir lunga- og kvefsjúkdómar eru skelfilegir fyrir íþróttafólk í úthaldsíþrótt eins og skíðagöngu. Heidi Weng er öflug skíðagöngukona og stjarna í heimalandi sínu Noregi.Getty/Federico Modica Eins og flestir foreldrar þekkja þá eru krakkarnir duglegir að næla sér í alls konar flensu og pestir í leikskólanum. Weng væri því í talsverði smithættu í kringum frænda sinn. Hlakkar mikið til „Systir mín á tveggja ára strák. Hann fær ekki að fara í leikskólanum í dágóðan tíma fyrir jólin. Við munum halda jólin heima í ár og ég hlakka mikið til,“ sagði Heidi Weng. Tour de Ski er skíðagönguhátíð í Austur-Evrópu sem fer fram yfir áramótin, byrjar vanalega milli jóla og nýárs og nær aðeins inn á nýtt ár. Weng fórnar henni í ár. Skiptir hana miklu máli „Þetta skiptir mig miklu máli. Einu sinni átti ég að fara og keppa á Tour de Ski en fékk magapest og þurfti að fara í einangrun. Þá var ég ein á Aðfangadagskvöld og það kemur ekki til greina í ár. Þetta var mjög leiðinlegt Aðfangadagskvöld. Núna ætla ég því að vera heima,“ sagði Weng. „Þetta verður samt erfitt. Ég hef eiginlega alltaf tekið þátt í Tour de Ski síðan 2011 og þetta er því mikil breyting. Á sama tíma þá fæ ég að upplifa það að æfa heima. Markmiðið er að keyra mig út fyrir jólin og meta síðan stöðuna eftir það,“ sagði Weng.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira