„Ég þarf smá útrás“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 22:30 Þórey Rósa vonast til að geta fagnað svona á morgun. EPA-EFE/Beate Oma „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. „Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
„Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira