„Við viljum að þetta verði ævintýri“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 21:57 Borce Ilievski þegar hann þjálfaði ÍR hér um árið. Vísir/Andri Marinó Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik. „Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira