Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:51 Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun