„Þær eru bara hetjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 15:28 Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, ásamt syni Sunnu sem er klár í slaginn. Vinstra megin er Jón Ragnar, faðir Sunnu. Vísir/VPE Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Þónokkrir Íslendingar voru komnir saman á Hilton-hótelinu sem er á móti keppnishöllinni hér í bæ þegar fréttamann bar að garði um tveimur og hálfum klukkutíma fyrir leik. Fleiri eru á leiðinni en fjölmörg þeirra sem mæta á leik dagsins lentu í Munchen í hádeginu og eru nýmætt til Innsbruck. Íslenskir stuðningsmenn í Innsbruck.Vísir/VPE Á meðal gesta á hótelbarnum var Helga Ingvadóttir, móðir Sunnu Jónsdóttur. „Þetta er stórkostlegt. Bara ofboðslega gaman. Maður er stoltur fyrir hönd stelpnanna og okkar allra,“ segir Helga í samtali við fréttamann. Hún mætti á HM í Noregi í fyrra en er nú mætt á fyrsta Evrópumótið í 14 ár. Hún var líka á staðnum þegar Sunna fór, þá 21 árs, á fyrsta stórmótið sem Ísland tók þátt í. „Það var æðislegt líka en örugglega er þetta orðið stærra og meira núna,“ segir Helga sem segir stelpuna aðeins hafa breyst síðan. „Hún hefur þroskast heilmikið og er í öðru hlutverki núna.“ Vísir/VPE „Frá því hún var níu ára ætlaði hún sér bara að vera handboltakona. Það hefur gengið svona líka glimrandi vel. Það er æðislegt að hún hafi getað verið í þessu áhugamáli sínu svona lengi,“ segir Helga. Varðandi mótið fram undan kveðst Helga stolt af liðinu að hafa tryggt sér sæti á mótinu. Leikirnir þrír verði þó strembnir. „Þetta er ofsalega sterkur riðill en öll reynsla sem fæst er góð. Þær eru bara hetjur að vera komnar inn á mótið. En auðvitað eru þetta risa þjóðir sem þær eru að keppa við.“ Ísland og Holland mætast klukkan 17:00. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32 Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. 29. nóvember 2024 12:32
Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. 29. nóvember 2024 10:02
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17