Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Lando Norris og Max Verstappen gantast. getty/Lars Baron Lando Norris segir að Max Verstappen ætti að byrja með uppistand eftir að hann sagði að hann hefði getað unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu í McLaren bíl Norris. Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira