Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 21:02 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Landamæri Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun