Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 21:02 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Landamæri Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun