Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 17:48 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Sjá meira