Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:01 Jonni er himinlifandi með sigurinn í Rímnaflæði. Aðsend Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. „Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni. Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni.
Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira