Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:01 Jonni er himinlifandi með sigurinn í Rímnaflæði. Aðsend Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. „Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni. Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni.
Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira