Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2024 07:01 Jonni er himinlifandi með sigurinn í Rímnaflæði. Aðsend Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. „Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni. Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Þetta er alveg geggjað. Ég er í skýjunum með þetta,“ segir Jonni. Hann flutti í keppninni lagið Frá mér sem hann samdi með starfsmanni í félagsmiðstöðinni Bústöðum. „Við sömdum það á svona fimm klukkutímum samtals. Ekki allt í einu samt.“ Jonni segir lagið fjalla um stelpu. „Ekki einhverja sérstaka stelpu. Það er bara þægilegt að syngja og rappa um það.“ Klippa: Frá mér með Jonna Jonni hefur áður komið fram á tónleikum í skólanum, á landsmóti Samfés og í öðrum skóla en segist samt hafa verið mjög stressaður fyrir því að koma fram í keppninni. Hann fékk í verðlaun gjafabréf í Borgarleikhúsið, Partýbúðina, Adrenalíngarðinn og tvo bragðarefi. „Og auðvitað virðinguna.“ Hægt er að sjá flutninginn á laginu og keppnina sjálfa hér að neðan. Jonni byrjar á 24. mínútu. Mikil aðstoð í félagsmiðstöðinni Hann segir það draum sinn að geta haldið áfram að vinna við tónlist. „Mig langar að halda áfram endalaust. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Ég hef fengið mikla aðstoð í félagsmiðstöðinni en þegar ég útskrifast í vor missi ég hana. Þá þarf ég að gera þetta sjálfur,“ segir Jonni. Hann vonist til þess að fá stúdíógræjur í jólagjöf svo hann geti haldið áfram sjálfur. Jonni sigraði í keppninni með lagið Frá mér.Aðsend „Ég enda örugglega á því að gera alls konar tónlist og finna mig til að sjá hvað ég fíla mest,“ segir hann um það hvort hann haldi áfram í rappinu eða hvort hann prófi eitthvað annað líka. Félagar í hljómsveit Jonni er í hljómsveit með vinum sínum, Þrívídd með þeim Skarphéðni Áka Stefánssyni og Hjalta Guðmundssyni. Frá vinstri eru Hjalti, Jonni og Skarphéðinn sem saman mynda hljómsveitina Þrívídd.Aðsend „Við erum alltaf saman í stúdíóinu í Bústöðum og gerðum til dæmis lagið Leyfðu mér að heyra saman,“ segir Jonni en hægt er að heyra lagið hér að neðan. Klippa: Leyfðu mér að heyra - Þrívídd Þeir félagar stefna svo á að gefa út fleiri lög með vorinu þegar þeir útskrifast. Rímnaflæði var haldið í fyrsta sinn árið 1999 í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. Keppnin fagnaði því 25 ára þegar hún var haldið síðasta föstudag í Fellaskóla. Alls tóku tíu keppendur þátt í ár. Jónas Björn Sævarsson úr félagsmiðstöðinni Bústöðum með sigurlagið Frá mér. Í öðru sæti voru Ragnar Eldur Jörundsson og Pétur Marínósson úr félagsmiðstöðinni Frosta með Lagið heitir bara þetta. Í þriðja sæti var Andrea Sæmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Hólmaseli með lagið Áttirnar fjórar. Dómnefnd var skipuð Rögnu Kjartansdóttur eða Cell7, Magnúsi Jónssyni eða Gnúsa Yones og Árna Matthíassyni.
Tónlist Menning Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira