Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:46 Frá undirritun samnings upp á tuttugu milljarða. Frá vinstri: Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu. Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu.
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira