Alþjóða Íþróttadómstóllinn gaf það út í gær að Fourcade fái gullverðlaunin í 15 kílómetra göngu í skíðabogfimi á leikunum 2010.
Rússinn Yevgenij Ustjugov vann keppnina á sínum tíma og stóðst lyfjaprófið þá.
Árið 2020 var lyfjaeftirlitið komið með betri og nákvæmari mælitæki. Sýni Ustjugov var prófað aftur og þar kom í ljós að hann hafði notað ólögleg lyf til að hjálpa sér við að fjölga blóðkornunum.
Ustjugov hafði áfrýjað dómnum en málið hefur nú farið alla leið í dómskerfinu. Ustjugov fær fjögurra ára bann og öll úrslit í keppnum hans frá 2010 til 2014 verða þurrkuð út.
Slóvakinn Pavol Hurajt fær silfur í stað bronsins og bronsið fer til Austurríkismannsins Christoph Sumann.
Fourcade vann einnig sömu grein á leikunum átta árum síðar en varð í öðru sæti í henni á leikunum í Sochi 2014. Hann vann tvö gull á ÓL í Sochi 2014 og þrenn gullverðlaun á ÓL í Pyeongchang 2018.
Fourcade er 36 ára i dag en hann setti skíðaskóna og byssuna upp á hillu vorið 2020.
🚨🚨Biathlon / Dopage : Evgeny Ustyugov officiellement privé du titre de la mass-start à Vancouver, un 6e titre olympique pour @martinfkde https://t.co/QEmtYT9xQ5 pic.twitter.com/oIceuhXz93
— Ski Chrono (@Ski_Chrono) November 26, 2024