Orkumálaráðherra landsins segir að árásir hafi verið tilkynntar vítt og breytt um landið og að víða sé nú rafmagnslaust.
Hann hvatti fólk einnig til þess að leita skjóls og snemma í morgun gaf flugher Úkraínu út allsherjar viðvörun fyrir allt landið þar sem von væri á fleiri eldflaugum.
Á síðustu dögum hafa Rússar gert um það bil 1.500 loftárásir í Úkraínu.
Borgarstjóri Kharkív, Igor Terekhov, segir að einnig hafi verið ráðist á íbúðahverfi í borginni í nótt og þá berast fregnir af hörðum árásum í borginni Lutsk sem er að stórum hluta án rafmagns.
Hafnarborgin Odessa var heldur ekki undanskilin en þar hafa heyrst háværar sprengingar.