Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 08:01 Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Nær ómögulegt er fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð nema með miklum stuðningi foreldra. Fullorðið fólk kemst því ekki að heiman og sum flytja erlendis vegna þessa. Á síðastliðnum 10 árum hefur okkur á Íslandi líka fjölgað um 45.000 vegna aðflutnings fólks af erlendum uppruna. Þau hafa flutt hingað vegna þess að sárlega hefur vantað fólk í fjölbreytt störf og stærstur hluti þeirra starfar í ferðamannaþjónustu. Þetta jafngildir heilum viðbótarárgangi árlega inn á húsnæðismarkaðinn. Mörg í þessum hópi búa við óviðunandi aðstæður. Markaðurinn leysir ekki allan vanda ASÍ og BSRB hafa frá upphafi beitt sér fyrir húsnæðisöryggi launafólks, gert kröfur á stjórnvöld um að öll geti skapað sér gott heimili og við höfum sjálf byggt íbúðir að því markmiði. Til alltof margra ára var lítið vitað um hversu mikið væri verið að byggja eða hvort það húsnæði sem var í byggingu væri í samræmi við þörf – t.d. hvað varðar stærð íbúða og fjölda herbergja. Þegar umfang og gæði upplýsinga um húsnæðismarkað jukust fór mikill tími í að fá stjórnvöld til að átta sig á því að markaðurinn myndi ekki leysa öll mál. Við bentum á að það séu bara ríki og sveitarfélög sem geti tryggt að byggt sé nægilega mikið og í samræmi við þörf. Öll þessi umræða fór fram í mjög mörgum nefndum og starfshópum með stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda á undanförnum árum. Og oft hefur staðan verið þannig að við höfum dæst yfir því að það eigi að stofna enn eina nefndina í stað þess að bretta upp ermar og byggja bara, þörfin liggur jú fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. En allt þetta samtal hefur skilað því að við náðum að tala okkur niður á sameiginlega sýn sem er í samræmi við áherslur okkar í verkalýðshreyfingunni. Það gefur von um breytingar. Kemst samþykkt húsnæðisstefna í framkvæmd? Á þessum grunni samþykkti Alþingi í sumar húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 og fimm ára aðgerðaáætlun til þess að tryggja uppbyggingu á húsnæði fyrir öll. Áður hafði verið undirritað samkomulag innviðaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til 10 ára um uppbyggingu 35.000 íbúða á næstu 10 árum. Af þeim á þriðjungur íbúða að vera með stuðningi frá hinu opinbera í almenna íbúðakerfið, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum leigufélögum, og hlutdeildarlán til fyrstu kaupenda. Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stærsta félagið í almenna íbúðakerfinu með leiguíbúðir á hagstæðu verði fyrir tekjulágt launafólk í stéttarfélögum heildarsamtakanna. Stefnan er því komin – en þá vaknar spurningin hvort standa eigi við stefnuna? Staðan í dag er sú að það er aðeins verið að byggja um helming af því sem til stóð hér á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki verið að byggja nóg í meirihluta sveitarfélaga á landinu. Bjarg, íbúðafélag ASÍ og BSRB, nær ekki að byggja þær íbúðir sem við erum með á áætlun þar sem ekki fást lóðir og skortur er á innviðum hjá sveitarfélögunum. Í kjölfar Alþingiskosninganna í lok mánaðarins mun taka við ný ríkisstjórn og við óttumst að framundan séu mörg ár af meiri umræðu þegar áherslan verður að vera á að byggja fleiri heimili hratt og vel. Svör stjórnmálaflokkanna við því hvað þurfi að gera betur í húsnæðismálum eru mjög fjölbreytt og ansi ólík með hliðsjón af allri þeirri vinnu sem hefur farið fram við að tala sig niður á sameiginlega niðurstöðu undanfarin ár. Á kosningafundi ASÍ og BSRB með fulltrúum flokkanna mánudaginn 18. nóvembersvöruðu þó allir flokkar því játandi að þeir ætli sér að vinna í samræmi við samþykkta húsnæðisstefnu og beita sér fyrir stóraukinni íbúðabyggingu. Hreinar línur, skýr svör Það þarf ekki meiri umræðu um vandann en það þarf skýrar línur um hvernig eigi að leysa hann. Kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort áætlanir þeirra byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Ef ríkið heldur áfram að benda á að vandinn liggi hjá sveitarfélögum og sveitarfélögin á móti á ríkið þá er ljós að neyðarástand mun áfram ríkja á húsnæðismarkaði. Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir. Sonja Ýr er formaður BSRB.Finnbjörn er forseti ASÍ.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun