Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 18:32 Njarðvík er óstöðvandi þessa dagana. vísir/diego Njarðvík tók á móti Val í IceMar-höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Liðin eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og var það Njarðvík sem hafði betur hér í kvöld með tíu stigum 77-67. Njarðvík tók uppkastið og skoraði fyrstu fjögur stig leiksins áður en Valur tók við sér og setti næstu fimm stigin til að komast yfir. Valsliðið spilaði á köflum virkilega flottan körfubolta og leiddu nokkuð sanngjarnt lengst af fyrsta leikhluta en flottur lokasprettur hjá Njarðvík skilaði því að liðin voru jöfn eftir fyrsta leikhluta 17-17. Valur byrjaði annan leikhluta af krafti og settu nokkur stór skot strax í upphafi sem bjó til fínasta forskot. Njarðvík lögðu þó ekki árar í bát og byrjuðu hægt og rólega að saxa niður forskot Vals. Frábær endasprettur skilaði því að Njarðvík fóru inn í hálfleikinn með tveggja stiga forystu 37-35. Þriðji leikhluti var eign Njarðvíkur. Þær komu mun sprækari út eftir hálfleikinn og náðu að byggja upp fínt forskot á Valsliðið. Það gekk ekkert upp hjá Val lengst af leikhlutann en fínn endasprettur náði aðeins að vinna upp forskot Njarðvíkur sem náðu að fara með sjö stiga forskot inn í fjórða leikhluta 56-49. Það var mikið jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta. Mikil barátta og Valur reyndu að koma sér aftur inn í leikinn og náðu að minnka forskot Njarðvíkur niður í tveggja sókna leik á kafla en Njarðvíkurliðið sýndi mikinn styrk í að halda Val frá sér og náðu að lokum að fara með sigur af hólmi 77-67. Atvik leiksins Má eiginlega nefna bara upphaf seinni hálfleiks og þriðja leikhluta. Það gekk ekkert hjá Valsliðinu sem var að hitta illa og Njarðvík náði að nýta sér það og byggði upp gott forskot sem þær héldu svo í út leikinn. Stjörnur og skúrkar Emilie Hesseldal var stórkostleg í liði Njarðvíkur í dag. Var með sannkallaða trölla tvennu og setti 16 stig ásamt því að rífa niður 24 fráköst. Brittany Dinkins var einnig öflug í sókn Njarðvíkur og skoraði 27 stig. Hjá Val var Dagbjört Dögg Karlsdóttir best og setti hún 20 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka fimm fráköst. Dómarinn Það er voðalega lítið hægt að setja út á þeirra störf hér í kvöld. Auðvitað koma fullt að litlum atriðum sem liðin eru kannski ekki sammála. Tvær tæknivillur á Njarðvík sem þóttu að einhverra mati vera „soft“ en ekkert sem hafði nein teljandi áhrif heilt yfir og var þetta bara fínasta dómgæsla hérna í IceMar höllinni. Stemingin og umgjörð Það þarf ekki að spyrja að því, allt upp á 10,5 hérna í IceMar-höllinni. Ánægjulegt að sjá líka fínustu mætingu. Myndaðist flott stemning hjá báðum liðum oft á tíðum. „Aldrei gaman að tapa“ Jamil Abiad situr á botni deildarinnar með lið sitt.Vísir/Diego „Mér fannst við slaka aðeins á eftir fyrri hálfleikinn. Mér fannst stelpurnar spila aggresíft og með góða orku. Við vorum að skjóta vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá komum við ekki alveg með sama krafti út og fórum svo bara að elta leikinn úr því,“ sagði Jamil Abiad þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Njarðvík tóku fram úr snemma í seinni hálfleik en hvað var það sem gerðist hjá Val? „Ákafi í vörninni datt örlítið niður. Bolta hreyfingin var ekki góð. Við vorum ekki með sama kraft sóknarlega og Njarðvík náði að nýta sér það vel.“ Eftir flottan fyrri hálfleik var svekkjandi að ná ekki að halda dampi í upphafi seinni hálfleiks. „Auðvitað. Ég vonaðist eftir því að eftir hálfleikinn kæmum við út með þeirri trú og orku eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það var ekki alveg sama orkan sem var svekkjandi en stelpurnar urðu betri eftir því sem leið á. Við erum enn að reyna að púsla þessu saman og það eru fullt af leikjum eftir á tímabilinu og vonandi náum við að klára heilan leik þar sem orkan helst lengur og þetta fer að falla með okkur.“ Er þetta skortur á sjálfstrausti? „Það er aldrei gaman að tapa. Það hefur örugglega áhrif á þær andlega í þeim skilningi að þetta pirrar þær meira. Þetta er langt tímabil og við verðum að horfa fram á veginn og reyna halda haus. Það er okkar þjálfarana að hvetja þær áfram.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. 26. nóvember 2024 21:47
Njarðvík tók á móti Val í IceMar-höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Liðin eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og var það Njarðvík sem hafði betur hér í kvöld með tíu stigum 77-67. Njarðvík tók uppkastið og skoraði fyrstu fjögur stig leiksins áður en Valur tók við sér og setti næstu fimm stigin til að komast yfir. Valsliðið spilaði á köflum virkilega flottan körfubolta og leiddu nokkuð sanngjarnt lengst af fyrsta leikhluta en flottur lokasprettur hjá Njarðvík skilaði því að liðin voru jöfn eftir fyrsta leikhluta 17-17. Valur byrjaði annan leikhluta af krafti og settu nokkur stór skot strax í upphafi sem bjó til fínasta forskot. Njarðvík lögðu þó ekki árar í bát og byrjuðu hægt og rólega að saxa niður forskot Vals. Frábær endasprettur skilaði því að Njarðvík fóru inn í hálfleikinn með tveggja stiga forystu 37-35. Þriðji leikhluti var eign Njarðvíkur. Þær komu mun sprækari út eftir hálfleikinn og náðu að byggja upp fínt forskot á Valsliðið. Það gekk ekkert upp hjá Val lengst af leikhlutann en fínn endasprettur náði aðeins að vinna upp forskot Njarðvíkur sem náðu að fara með sjö stiga forskot inn í fjórða leikhluta 56-49. Það var mikið jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta. Mikil barátta og Valur reyndu að koma sér aftur inn í leikinn og náðu að minnka forskot Njarðvíkur niður í tveggja sókna leik á kafla en Njarðvíkurliðið sýndi mikinn styrk í að halda Val frá sér og náðu að lokum að fara með sigur af hólmi 77-67. Atvik leiksins Má eiginlega nefna bara upphaf seinni hálfleiks og þriðja leikhluta. Það gekk ekkert hjá Valsliðinu sem var að hitta illa og Njarðvík náði að nýta sér það og byggði upp gott forskot sem þær héldu svo í út leikinn. Stjörnur og skúrkar Emilie Hesseldal var stórkostleg í liði Njarðvíkur í dag. Var með sannkallaða trölla tvennu og setti 16 stig ásamt því að rífa niður 24 fráköst. Brittany Dinkins var einnig öflug í sókn Njarðvíkur og skoraði 27 stig. Hjá Val var Dagbjört Dögg Karlsdóttir best og setti hún 20 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka fimm fráköst. Dómarinn Það er voðalega lítið hægt að setja út á þeirra störf hér í kvöld. Auðvitað koma fullt að litlum atriðum sem liðin eru kannski ekki sammála. Tvær tæknivillur á Njarðvík sem þóttu að einhverra mati vera „soft“ en ekkert sem hafði nein teljandi áhrif heilt yfir og var þetta bara fínasta dómgæsla hérna í IceMar höllinni. Stemingin og umgjörð Það þarf ekki að spyrja að því, allt upp á 10,5 hérna í IceMar-höllinni. Ánægjulegt að sjá líka fínustu mætingu. Myndaðist flott stemning hjá báðum liðum oft á tíðum. „Aldrei gaman að tapa“ Jamil Abiad situr á botni deildarinnar með lið sitt.Vísir/Diego „Mér fannst við slaka aðeins á eftir fyrri hálfleikinn. Mér fannst stelpurnar spila aggresíft og með góða orku. Við vorum að skjóta vel í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá komum við ekki alveg með sama krafti út og fórum svo bara að elta leikinn úr því,“ sagði Jamil Abiad þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Njarðvík tóku fram úr snemma í seinni hálfleik en hvað var það sem gerðist hjá Val? „Ákafi í vörninni datt örlítið niður. Bolta hreyfingin var ekki góð. Við vorum ekki með sama kraft sóknarlega og Njarðvík náði að nýta sér það vel.“ Eftir flottan fyrri hálfleik var svekkjandi að ná ekki að halda dampi í upphafi seinni hálfleiks. „Auðvitað. Ég vonaðist eftir því að eftir hálfleikinn kæmum við út með þeirri trú og orku eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Það var ekki alveg sama orkan sem var svekkjandi en stelpurnar urðu betri eftir því sem leið á. Við erum enn að reyna að púsla þessu saman og það eru fullt af leikjum eftir á tímabilinu og vonandi náum við að klára heilan leik þar sem orkan helst lengur og þetta fer að falla með okkur.“ Er þetta skortur á sjálfstrausti? „Það er aldrei gaman að tapa. Það hefur örugglega áhrif á þær andlega í þeim skilningi að þetta pirrar þær meira. Þetta er langt tímabil og við verðum að horfa fram á veginn og reyna halda haus. Það er okkar þjálfarana að hvetja þær áfram.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. 26. nóvember 2024 21:47
„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. 26. nóvember 2024 21:47
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti