Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt serkari sósu. Þar tekur Lilja meðal annars sínar bestu eftirhermur og umbreytist hreinlega í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Grímsson.
Lilja er ekkert stressuð fyrir sósunum og segist elska að prófa nýja hluti. Lilja segir Framsóknarmenn öllu vana þegar komi að skoðanakönnunum og svarar hraðaspurningum þar sem spurning um Bændasamtökin kemur sérstaklega á óvart. Lilja nefnir líka þann þingmann sem hún væri mest til í að búa með og fer í störukeppni svo fátt eitt sé nefnt.
Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.