HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Hörður er um miðja Grill 66 deild. hörður Herði á Ísafirði hefur verið dæmdur 10-0 sigur gegn HK 2 í Grill 66 deild karla í handbolta þar sem HK-ingar ákváðu að mæta ekki til leiks. Harðverjar eru ósáttir og vilja að HK-ingar verði beittir viðurlögum. Leikur Harðar og HK átti upphaflega að fara fram á Ísafirði föstudaginn 15. nóvember en var frestað. Hann var færður til dagsins í dag en HK-ingar sáu sér ekki fært að mæta í leikinn og gáfu hann. „Þetta er búið að vera flókið mál. Úrskurður mótanefndar var að spila í dag. HK vildi ekki spila á uppsettum leikdegi og óskaði eftir frestun sem við höfnuðum en mótanefnd samþykkti. En síðan fengum við að vita fyrir mjög stuttu síðan að leikurinn sem átti vera klukkan 19:30 yrði ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn báru HK-ingar það fyrir sig að geta ekki mannað lið fyrir leikinn. Harðverjar hafa nú unnið fjóra leiki af átta í Grill 66 deildinni.hörður Vigdís segir að Harðverjar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun HK-inga að gefa leikinn. „Það er mikil vinna sem fer í að setja upp leik og mikill útlagður kostnaður við það. Við erum mjög stolt af því að vera yfirleitt með fulla stúku. Við auglýsum leikina okkar mikið, erum alltaf með sjoppu og það er alltaf eitthvað sem þarf að græja; þetta er ekkert sem er hent upp hálftíma fyrir leik,“ sagði Vigdís. „Maður verður vonsvikinn þar sem þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem við fáum að vita með minna með sólarhrings fyrirvara að þeir mæti ekki. Við erum mjög vonsvikin.“ Sníða dagskrá í kringum leikina Vigdís segir að Harðverjar mæti alltaf í alla leiki, þegar þeir eiga að fara fram. „Við setjum bara upp veturinn út frá mótaplani. Þetta er ekkert flókið. Bara að mæta. Við höfum ekki átt erfitt með þetta. Strákarnir og við í kringum liðið setjum allt upp í kringum leikina. Maður skilur ekki hvernig þetta getur verið svona,“ sagði Vigdís og bendir á að lið frá Ísafirði lendi ítrekað í þessu. Frá Ísafirði.vísir/einar „Ég sá að einn þjálfari í yngri flokkunum í fótbolta hjá Vestra deildi þessu og hann segist að þetta gerist oft á sumri. Liðin mæta ekki vestur en þeir mæti suður í leikina. Þetta er ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni.“ Vigdís vonast til að HSÍ taki á þessu máli og bendir því til stuðnings á grein 33 í reglugerð sambandsins um handknattleiksmóts. Í henni segir: Lið sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga auk sektar til HSÍ allt að upphæð kr. 250.000 í meistaraflokki en allt að kr. 100.000 í yngri flokkum. Að auki skal viðkomandi lið greiða mótaðila bætur sem er jafn háar ferðakostnaði mótaðila vegna leikja á heimavelli viðkomandi liðs. Gjaldskrá mótanefndar vegna ferðakostnaðar yngri flokka skal notuð til að reikna ferðakostnað mótaðila, skv. fjölda á leikskýrslu. „Við treystum á að þeir fylgi því eftir,“ sagði Vigdís og bætir því við að kostnaður Harðar við leiki sé umtalsverður. Kostnaður upp á hálfa milljón „Ég var búin að panta fullt af pítsum. Ég bý úti á landi og þarf að gera það með sólarhrings fyrirvara. Ég hef reynt að fá pítsur að kvöldi til og það gengur ekki því þeir taka bara visst magn af deigi út á morgnana. Við erum með auglýsingar úti um allan bæ og prentkostnaður við það er kannski tuttugu þúsund krónur. Svo ferðakostnaðurinn, við munum ferðast í leik til þeirra , og ég get alveg lauslega áætlað hálfa milljón í bara í þetta þrennt,“ sagði Vigdís. Hún vonast til að HSÍ beiti HK viðurlögum og það hafi fordæmisgefandi áhrif. „Maður veit ekkert hvað HSÍ gerir en ég rétt vona að það verði tekið fast á þessu svo lið sem eru ekki að spila upp á eitthvað muni gera. Að mæta ekki í leiki og gefa þá. Ef þeir borga ekkert af þessu er ódýrara fyrir þá að gefa leikinn og mæta ekki. Það viljum við ekki sjá. Okkur finnst gaman að hafa heimaleiki. Það er það skemmtilegasta sem við gerum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður HK Handbolti HSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Leikur Harðar og HK átti upphaflega að fara fram á Ísafirði föstudaginn 15. nóvember en var frestað. Hann var færður til dagsins í dag en HK-ingar sáu sér ekki fært að mæta í leikinn og gáfu hann. „Þetta er búið að vera flókið mál. Úrskurður mótanefndar var að spila í dag. HK vildi ekki spila á uppsettum leikdegi og óskaði eftir frestun sem við höfnuðum en mótanefnd samþykkti. En síðan fengum við að vita fyrir mjög stuttu síðan að leikurinn sem átti vera klukkan 19:30 yrði ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn báru HK-ingar það fyrir sig að geta ekki mannað lið fyrir leikinn. Harðverjar hafa nú unnið fjóra leiki af átta í Grill 66 deildinni.hörður Vigdís segir að Harðverjar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun HK-inga að gefa leikinn. „Það er mikil vinna sem fer í að setja upp leik og mikill útlagður kostnaður við það. Við erum mjög stolt af því að vera yfirleitt með fulla stúku. Við auglýsum leikina okkar mikið, erum alltaf með sjoppu og það er alltaf eitthvað sem þarf að græja; þetta er ekkert sem er hent upp hálftíma fyrir leik,“ sagði Vigdís. „Maður verður vonsvikinn þar sem þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem við fáum að vita með minna með sólarhrings fyrirvara að þeir mæti ekki. Við erum mjög vonsvikin.“ Sníða dagskrá í kringum leikina Vigdís segir að Harðverjar mæti alltaf í alla leiki, þegar þeir eiga að fara fram. „Við setjum bara upp veturinn út frá mótaplani. Þetta er ekkert flókið. Bara að mæta. Við höfum ekki átt erfitt með þetta. Strákarnir og við í kringum liðið setjum allt upp í kringum leikina. Maður skilur ekki hvernig þetta getur verið svona,“ sagði Vigdís og bendir á að lið frá Ísafirði lendi ítrekað í þessu. Frá Ísafirði.vísir/einar „Ég sá að einn þjálfari í yngri flokkunum í fótbolta hjá Vestra deildi þessu og hann segist að þetta gerist oft á sumri. Liðin mæta ekki vestur en þeir mæti suður í leikina. Þetta er ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni.“ Vigdís vonast til að HSÍ taki á þessu máli og bendir því til stuðnings á grein 33 í reglugerð sambandsins um handknattleiksmóts. Í henni segir: Lið sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga auk sektar til HSÍ allt að upphæð kr. 250.000 í meistaraflokki en allt að kr. 100.000 í yngri flokkum. Að auki skal viðkomandi lið greiða mótaðila bætur sem er jafn háar ferðakostnaði mótaðila vegna leikja á heimavelli viðkomandi liðs. Gjaldskrá mótanefndar vegna ferðakostnaðar yngri flokka skal notuð til að reikna ferðakostnað mótaðila, skv. fjölda á leikskýrslu. „Við treystum á að þeir fylgi því eftir,“ sagði Vigdís og bætir því við að kostnaður Harðar við leiki sé umtalsverður. Kostnaður upp á hálfa milljón „Ég var búin að panta fullt af pítsum. Ég bý úti á landi og þarf að gera það með sólarhrings fyrirvara. Ég hef reynt að fá pítsur að kvöldi til og það gengur ekki því þeir taka bara visst magn af deigi út á morgnana. Við erum með auglýsingar úti um allan bæ og prentkostnaður við það er kannski tuttugu þúsund krónur. Svo ferðakostnaðurinn, við munum ferðast í leik til þeirra , og ég get alveg lauslega áætlað hálfa milljón í bara í þetta þrennt,“ sagði Vigdís. Hún vonast til að HSÍ beiti HK viðurlögum og það hafi fordæmisgefandi áhrif. „Maður veit ekkert hvað HSÍ gerir en ég rétt vona að það verði tekið fast á þessu svo lið sem eru ekki að spila upp á eitthvað muni gera. Að mæta ekki í leiki og gefa þá. Ef þeir borga ekkert af þessu er ódýrara fyrir þá að gefa leikinn og mæta ekki. Það viljum við ekki sjá. Okkur finnst gaman að hafa heimaleiki. Það er það skemmtilegasta sem við gerum,“ sagði Vigdís að lokum.
Hörður HK Handbolti HSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira