Simanic skoraði tólf stig þegar Serbía rústaði Danmörku, 98-51, í gær. Með sigrinum tryggði serbneska liðið sér sæti á EM 2025 sem fer fram í Lettlandi, Finnlandi, Kýpur og Póllandi. Auk þeirra er Litáen komið á EM.
Simanic missti nýra eftir slys í leik gegn Suður-Súdan á HM á síðasta ári. Hann fékk olnbogaskot í annað nýrað og þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Í þeirri seinni þurfti að fjarlægja nýrað.
Hinn 26 ára Simanic spilaði sinn fyrsta leik fyrir Serbíu eftir slysið í sigri á Danmörku í síðustu viku. Hann spilaði síðan fyrsta leikinn í Serbíu í gær og hjálpaði heimamönnum að tryggja sér EM-sætið.
„Þegar ég meiddist átti ég ekki von á því að snúa aftur svona snemma. Ég vissi ekki einu sinni hvort myndi snúa aftur yfirhöfuð,“ sagði Simanic sem leikur með Igokea í Bosníu.