Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2024 08:43 Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz hefur gegnt embætti kanslara frá árinu 2021. AP Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en deilur hafa staðið um það innan Jafnaðarmannaflokksins (SPD) síðustu vikur um það hvort að flokkurinn ætti að fylkja sér að baki Scholz eða varnarmálaráðherrann Boris Pistorius. Skoðanakannanir benda til þess að Pistorius sé nú vinsælasti stjórnmálamaður landsins, en hann tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins og lýsti yfir stuðningi við Scholz. Vinsældir kanslarans Scholz hafa farið mjög dvínandi eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið. Pistorius er einn af 33 háttsettum mönnum innan Jafnaðarflokksins sem hyggjast greiða atkvæði með því á flokksráðsfundi að Scholz verði tilnefndur sem kanslaraefni flokksins i kosningunum. Landsfundur SPD, sem fyrirhugaður er 11. janúar næstkomandi, mun svo formlega staðfesta Scholz sem kanslaraefni, en einungis er um formsatriði að ræða. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. SPD mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Friedrich Merz verður kanslaraefni Kristilegra demókrata í kosningunum sem fram undan eru. Þá er Robert Habeck kanslaraefni Græningja og Alica Weidel hjá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. 22. nóvember 2024 08:59 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag, en deilur hafa staðið um það innan Jafnaðarmannaflokksins (SPD) síðustu vikur um það hvort að flokkurinn ætti að fylkja sér að baki Scholz eða varnarmálaráðherrann Boris Pistorius. Skoðanakannanir benda til þess að Pistorius sé nú vinsælasti stjórnmálamaður landsins, en hann tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins og lýsti yfir stuðningi við Scholz. Vinsældir kanslarans Scholz hafa farið mjög dvínandi eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið. Pistorius er einn af 33 háttsettum mönnum innan Jafnaðarflokksins sem hyggjast greiða atkvæði með því á flokksráðsfundi að Scholz verði tilnefndur sem kanslaraefni flokksins i kosningunum. Landsfundur SPD, sem fyrirhugaður er 11. janúar næstkomandi, mun svo formlega staðfesta Scholz sem kanslaraefni, en einungis er um formsatriði að ræða. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. SPD mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Friedrich Merz verður kanslaraefni Kristilegra demókrata í kosningunum sem fram undan eru. Þá er Robert Habeck kanslaraefni Græningja og Alica Weidel hjá Valkosti fyrir Þýskaland (AfD).
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. 22. nóvember 2024 08:59 Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. 22. nóvember 2024 08:59
Hver er þessi Olaf Scholz? Þjóðverjar munu brátt sjá nýjan mann í embætti kanslara í stað Angelu Merkel sem stýrt hefur landinu frá árinu 2005. Eftir kosningar á sunnudag má telja líklegast að það verði Olaf Scholz fjármálaráðherra sem var kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins (SPD) í nýafstöðnum kosningum. 28. september 2021 07:01