Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:19 Max Verstappen í Las Vegas í gær, að ítreka hve oft hann hefur orðið heimsmeistari. Getty/Mark Thompson Hollendingurinn Max Verstappen tryggði sér í gær sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1, þegar kappaksturinn í Las Vegas fór fram. Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“ Akstursíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þó að enn séu tvær keppnir eftir á tímabilinu hefur Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, þegar tryggt sér titilinn, eftir að hann endaði í 5. sæti í Las Vegas. George Russell hjá Mercedes vann kappaksturinn en honum tókst að halda aftur af sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem endaði í 2. sæti. Carlos Sainz og Charles Leclerc á Ferrari komu næstir og svo Verstappen en það dugði Hollendingnum. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Lando Norris hjá McLaren, endaði í 6. sæti. Þar með er Verstappen 63 stigum á undan Norris þegar mest er hægt að fá 60 stig til viðbótar. Verstappen er núna kominn í hóp með Alain Prost og Sebastian Vettel sem einnig urðu heimsmeistarar fjórum sinnum. Aðeins Hamilton, Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio hafa unnið titilinn oftar. „Þvílíkt tímabil!“ sagði Verstappen við liðið sitt í gegnum talstöðina eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var aðeins erfiðara en á síðasta tímabili en við komum okkur í gegnum það,“ sagði Verstappen og bætti við: „Þetta er búið að vera langt tímabil og við byrjuðum stórkostlega, næstum auðveldlega, en áttum svo erfiðan kafla en stóðum saman sem lið, héldum áfram að vinna að því að bæta okkur og komumst yfir endalínuna. Ég bjóst aldrei við því að standa uppi sem fjórfaldur heimsmeistari svo ég finn fyrir létti og stolti.“
Akstursíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira