First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2024 14:07 Samkvæmt tilkynningu hafa forsvarsmenn First Water nú þegar fest kaup á vinnslubúnaði og er gert ráð fyrir að vinnsla fyrirtækisins fari af stað á fyrri hluta næsta árs. Aðsend Landeldisfyrirtækið First Water og Ísfélag hf. hafa samið um að fyrrnefnda fyrirtækið leigi húsnæði og aðstöðu hjá því síðarnefnda í Þorlákshöfn. Engin vinnsla hefur verið í húsnæðinu frá því í september. Samkvæmt tilkynningu hafa forsvarsmenn First Water nú þegar fest kaup á vinnslubúnaði og er gert ráð fyrir að vinnsla fyrirtækisins fari af stað á fyrri hluta næsta árs. Allur lax First Water verður unninn í húsnæði Ísfélagsins og stendur til að starfsemin verði í húsnæðinu í allt að þrjú ár. Vinnslustöð First Water sem mun rísa á Laxabraut í Þorlákshöfn, verður tekin í notkun haustið 2026. „Við gleðjumst yfir því að samningar náðust og erum spennt fyrir samstarfinu við Ísfélagið. Eins sjáum við mikinn hag í því að flytja þessa starfsemi til Þorlákshafnar enda erum við fyrirtæki sem er staðsett í Ölfusi og kjósum eðlilega að hafa alla vinnslu okkar þar. Húsnæði Ísfélagsins og öll aðstaðan á svæðinu er til fyrirmyndar og hentar vinnslunni mjög vel. Þar af leiðandi er okkur ekkert að vanbúnaði að bretta upp ermar og hefjast handa,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í áðurnefndi tilkynningu. Fyrr í haust var þúsundasta laxatonninu slátrað hjá First Water. Í framtíðinni stendur til að framleiða um fimmtíu þúsund tonn af heilum og slægðum laxi. „Það er ekkert nema jákvætt að starfsemi fari aftur á fullt í húsnæðinu okkar. Við hjá Ísfélaginu erum ánægð með að geta lagt hönd á plóg þegar kemur að þessu flotta verkefni og hlökkum til samstarfsins við First Water,“ segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélags hf.. Fiskeldi Ölfus Landeldi Tengdar fréttir Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum. 6. júlí 2023 21:03 Stefán Þór til First Water Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs. 30. júní 2023 15:27 Mun leiða ferskvatnseldi hjá First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Arnþór Gústavsson í nýtt starf innan fyrirtækisins en hann fer úr starfi gæðastjóra yfir í að stýra ferskvatnseldi félagsins. 27. september 2024 08:42 Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. 30. júní 2023 13:07 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu hafa forsvarsmenn First Water nú þegar fest kaup á vinnslubúnaði og er gert ráð fyrir að vinnsla fyrirtækisins fari af stað á fyrri hluta næsta árs. Allur lax First Water verður unninn í húsnæði Ísfélagsins og stendur til að starfsemin verði í húsnæðinu í allt að þrjú ár. Vinnslustöð First Water sem mun rísa á Laxabraut í Þorlákshöfn, verður tekin í notkun haustið 2026. „Við gleðjumst yfir því að samningar náðust og erum spennt fyrir samstarfinu við Ísfélagið. Eins sjáum við mikinn hag í því að flytja þessa starfsemi til Þorlákshafnar enda erum við fyrirtæki sem er staðsett í Ölfusi og kjósum eðlilega að hafa alla vinnslu okkar þar. Húsnæði Ísfélagsins og öll aðstaðan á svæðinu er til fyrirmyndar og hentar vinnslunni mjög vel. Þar af leiðandi er okkur ekkert að vanbúnaði að bretta upp ermar og hefjast handa,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water í áðurnefndi tilkynningu. Fyrr í haust var þúsundasta laxatonninu slátrað hjá First Water. Í framtíðinni stendur til að framleiða um fimmtíu þúsund tonn af heilum og slægðum laxi. „Það er ekkert nema jákvætt að starfsemi fari aftur á fullt í húsnæðinu okkar. Við hjá Ísfélaginu erum ánægð með að geta lagt hönd á plóg þegar kemur að þessu flotta verkefni og hlökkum til samstarfsins við First Water,“ segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélags hf..
Fiskeldi Ölfus Landeldi Tengdar fréttir Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52 Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum. 6. júlí 2023 21:03 Stefán Þór til First Water Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs. 30. júní 2023 15:27 Mun leiða ferskvatnseldi hjá First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Arnþór Gústavsson í nýtt starf innan fyrirtækisins en hann fer úr starfi gæðastjóra yfir í að stýra ferskvatnseldi félagsins. 27. september 2024 08:42 Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. 30. júní 2023 13:07 Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Segir seinlæti First Water stórfurðulegt Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman. 15. maí 2024 15:52
Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum. 6. júlí 2023 21:03
Stefán Þór til First Water Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs. 30. júní 2023 15:27
Mun leiða ferskvatnseldi hjá First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Arnþór Gústavsson í nýtt starf innan fyrirtækisins en hann fer úr starfi gæðastjóra yfir í að stýra ferskvatnseldi félagsins. 27. september 2024 08:42
Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna. 30. júní 2023 13:07
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent