Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 13:31 Vladimír Pútín og Kim Jong Un þegar þeir skrifuðu undir varnarsáttmála í sumar. AP/Kristina Kormilitsyna Rússar hafa sent loftvarnarkerfi og flugskeyti til Norður-Kóreu og er það í skiptum fyrir hermenn sem sendir hafa verið til Rússlands. Þá hafa Norðurkóreumenn einnig fengið tækni varðandi gervihnetti frá Rússum, samkvæmt þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu. Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Rússland og Norður-Kórea hafa aukið samstarf þeirra á sviði varnarmála og hafa Norðurkóreumenn sent Rússum umfangsmikið magn hergagna, skotfæra og stórskotaliðsvopna. Ráðamenn í Suður-Kóreu staðfestu í vikunni að stórskotaliðsvopn hefðu verið flutt til Rússland og líklega hefðu hermenn fylgt þeim, sem hefðu það verkefni að kenna rússneskum hermönnum á þau. Áður höfðu myndir af þessum vopnakerfum á lestum verið birtar á samfélagsmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Næstu mánuðir skipta sköpum Í nýlegu viðtalið í Suður-Kóreu sagði Shin Won Sik, áðurnefndur þjóðaröryggisráðherra, að talið væri að auk bættra loftvarna og gervihnattatækni sé talið að Norður-Kórea hafi einnig fengið efnahagsaðstoð frá Rússlandi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja forsvarsmenn leyniþjónusta Suður-Kóreu að hermenn frá Norður-Kóreu hafi verið tengdir fallhlífarhermönnum og landgönguliðum í Rússlandi og að þeir hafi þegar tekið þátt í bardögum við úkraínska hermenn. Shin Won Sik, þjóðaröryggisráðherra Suður-Kóreu.AP/Shin Hyun Woo Herforingi sagður hafa særst í Kúrsk Vestrænir embættismenn segja að herforingi frá Norður-Kóreu hafi særst í árás Úkraínumanna á stjórnstöð rússneska hersins í Kúrskhéraði í Rússlandi á dögunum. Notast var við breskar Storm Shadow stýriflaugar til árásarinnar. Sérfræðingar hafa haft áhyggjur af því að Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, muni fá aðstoð frá Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, við þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn langar leiðir. Sjá einnig: Ný flaug flaug lengra en áður Í samtali við AP fréttaveituna segir einn sérfræðingur frá Suður-Kóreu að líklega hafi Rússar sent S-400 loftvarnarkerfi, flugskeyti og ratsjár til Norður-Kóreu. Það er talið eitt af háþróuðustu loftvarnarkerfum Rússlands en áðurnefndur sérfræðingur segir óljóst hve mikið slík kerfi geta styrkt loftvarnir Norður-Kóreu. Þau hafi til að mynda reynst illa gegn drónaárásum Úkraínumanna. Talið er að í heildina þurfi loftvarnarkerfi Norður-Kóreu umtalsverða nútímavæðingu. Þau kerfi sem Kim á nú þegar eru orðin verulega gömul og sérfræðingar segja erfitt fyrir Norðurkóreumenn eina að gera umtalsverðar breytingar þar á. Auka samvinnu í efnahagsmálum Nýleg rannsókn bresku samtakanna Open Source Centre og BBC gefur til kynna að Norður-Kórea sé líklega að flytja inn töluvert meira en eina milljón tunna af olíu frá Rússlandi á þessu ári. Olíuflutningaskipum hefur verið siglt til Vostochny í Rússlandi oftar en fjörutíu sinnum frá því í mars, samkvæmt gervihnattarmyndum og öðrum gögnum sem þeir sem að rannsókninni komu fóru yfir. Samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar samþykktu á sínum tíma, mega Norðurkóreumenn ekki flytja inn meira en hálfa milljón tunna af olíu á ári. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sögðu frá því á dögunum að erindrekar frá Rússlandi og Norður-Kóreu hefðu komist að samkomulagi um aukinni samvinnu í efnahagsmálum. Alexandr Kozlov, ráðherra auðlinda og umhverfis í Rússlandi, ferðaðist síðasta sunnudag til Norður-Kóreu og fundaði þar með Kim og öðrum ráðamönnum. Í sömu flugvél voru rúmlega sjötíu dýr úr dýragörðum í Rússlandi sem Pútín gaf sem gjöf til dýragarðs Pyongyang, höfuðborgar Norður-Kóreu. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum Rússlands að Kozlov og norðurkóresku ráðamennirnir hafi meðal annars komist að samkomulagi um að fjölga flugferðum milli ríkjanna til að ýta undir ferðamennsku í Norður-Kóreu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Dýr Tengdar fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. 21. nóvember 2024 10:52
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22