Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2024 11:50 Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, við heimili sitt í Bolungarvík Arnar Halldórsson Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. „Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti að ljúka vegagerð og fjarðaþverunum í Gufudalssveit í fyrra og Dynjandisheiðinni nú í ár,“ segir Einar í grein í vestfirska héraðsmiðlinum Bæjarins besta. „Núna undir árslok 2024 er staðan hins vegar sú að enn er ólokið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveitinni. Á Dynjandisheiðinni vantar herslumuninn; sjö kílómetrar eru enn óuppbyggðir og ómalbikaðir. Þetta er auðvitað gjörsamlega óviðunandi og óþolandi. Brýnt er því að upplýst verði hvernig á því í standi að ekki hafi tekist að ljúka þessum framkvæmdum á réttum tíma, sem þó voru gefin fyrirheit um fyrir aðeins fjórum, fimm árum.“ Brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, hefur legið í salti. Hún er síðasti áfangi endurnýjunar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og er ætlað að leysa af veginn um Ódrjúgsháls.Egill Aðalsteinsson Einar spyr hvort fjármunir í Vestfjarðaveg hafi verið fluttir eitthvað annað og segir erfitt að hugsa til þess, sem haldið hefur verið fram, að það skýri tafir á verkunum. „Þetta hefur á hinn bóginn verið staðhæft á opinberum vettvangi. Til dæmis ítrekað í fréttum Stöðvar 2 nú nýverið, án þess að því hafi verið mótmælt, að fjármunir sem Alþingi hafi ákveðið að ættu að fara í Dynjandisheiði og Gufudalssveit hafi verið fluttir í stórframkvæmdir við Hornafjarðarfljót. Þetta er óþægileg tilhugsun og algjörlega óhjákvæmilegt að samgönguyfirvöld, Vegagerðin og ráðuneyti samgöngumála bregðist við og skýri það undanbragðalaust.“ Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur upplýsti um þessa tilfærslu fjármuna í þessu viðtali á Bylgjunni síðastliðið sumar: En Einar vill einnig svör um að það hvenær verkin verði boðin út og hvenær þeim lokið. Það þurfi að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Krafa okkar Vestfirðinga er sú að áður en gengið verði til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi liggi það afdráttarlaust fyrir með opinberum hætti, að þessar mikilvægu samgöngubætur verði að veruleika svo fljótt sem verða má af tæknilegum ástæðum. Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á neitt minna,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Það er ekki eftir neinu að bíða og frekari tafir á þessari framkvæmd eru ekki í boði,“ segir Bolvíkingurinn. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Bolungarvík Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Samkvæmt gildandi samgönguáætlun átti að ljúka vegagerð og fjarðaþverunum í Gufudalssveit í fyrra og Dynjandisheiðinni nú í ár,“ segir Einar í grein í vestfirska héraðsmiðlinum Bæjarins besta. „Núna undir árslok 2024 er staðan hins vegar sú að enn er ólokið við að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð í Gufudalssveitinni. Á Dynjandisheiðinni vantar herslumuninn; sjö kílómetrar eru enn óuppbyggðir og ómalbikaðir. Þetta er auðvitað gjörsamlega óviðunandi og óþolandi. Brýnt er því að upplýst verði hvernig á því í standi að ekki hafi tekist að ljúka þessum framkvæmdum á réttum tíma, sem þó voru gefin fyrirheit um fyrir aðeins fjórum, fimm árum.“ Brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, hefur legið í salti. Hún er síðasti áfangi endurnýjunar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit og er ætlað að leysa af veginn um Ódrjúgsháls.Egill Aðalsteinsson Einar spyr hvort fjármunir í Vestfjarðaveg hafi verið fluttir eitthvað annað og segir erfitt að hugsa til þess, sem haldið hefur verið fram, að það skýri tafir á verkunum. „Þetta hefur á hinn bóginn verið staðhæft á opinberum vettvangi. Til dæmis ítrekað í fréttum Stöðvar 2 nú nýverið, án þess að því hafi verið mótmælt, að fjármunir sem Alþingi hafi ákveðið að ættu að fara í Dynjandisheiði og Gufudalssveit hafi verið fluttir í stórframkvæmdir við Hornafjarðarfljót. Þetta er óþægileg tilhugsun og algjörlega óhjákvæmilegt að samgönguyfirvöld, Vegagerðin og ráðuneyti samgöngumála bregðist við og skýri það undanbragðalaust.“ Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur upplýsti um þessa tilfærslu fjármuna í þessu viðtali á Bylgjunni síðastliðið sumar: En Einar vill einnig svör um að það hvenær verkin verði boðin út og hvenær þeim lokið. Það þurfi að liggja fyrir áður en gengið er til kosninga. „Krafa okkar Vestfirðinga er sú að áður en gengið verði til alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi liggi það afdráttarlaust fyrir með opinberum hætti, að þessar mikilvægu samgöngubætur verði að veruleika svo fljótt sem verða má af tæknilegum ástæðum. Það er eiginlega ekki hægt að fara fram á neitt minna,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Það er ekki eftir neinu að bíða og frekari tafir á þessari framkvæmd eru ekki í boði,“ segir Bolvíkingurinn.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Bolungarvík Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. 14. nóvember 2024 22:33
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00