Í liði Vals voru þau Bergur Ebbi Benediktsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Þeir Gunnar Ólason og Einar Bárðason skipuðu lið Selfoss.
Í byrjun þáttarins sagði Bergur Ebbi frá nokkuð óhefðbundnum kvöldmat sem hann borðaði rétt fyrir útsendingu.
„Ég borðaði skyr úr skvísu sem er bara ógeðsleg leið til að taka inn skyr. Þetta er svo þykkt og svo ógeðslegt þegar þú kreistir þetta. Ég var bara að drífa mig,“ segir Bergur sem var staddur í baði þegar Kristín var á leiðinni að sækja hann.
„Svo drakk ég pilsner með þessu og fékk mér að sjálfsögðu þrjú tyggjó eftir þetta,“ segir Bergur og þá greip Björn Bragi orðið.
„Þetta er það versta sem ég hef heyrt.