Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 08:46 Gisele Pelicot ásamt eldri börnum sínum, Caroline og David. Getty/Arnold Jerocki Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira