Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2024 08:46 Gisele Pelicot ásamt eldri börnum sínum, Caroline og David. Getty/Arnold Jerocki Börn Dominique Pelicot, mannsins sem hefur játað að hafa nauðgað móður þeirra meðvitundalausri og boðið fjölda manna að gera slíkt hið sama, hafa biðlað til föður síns um að segja allan sannleikann um glæpina sem hann hefur framið. Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Við leit á heimili Dominique fundust myndskeið og myndir sem teknar voru af dóttur hans sofandi og tengdadætrum hans nöktum. Þá er til rannsóknar hvort hann hafi mögulega brotið gegn barnabörnum sínum. David Pelicot, 50 ára elsta barn Dominique og Gisele Pelicot, sagðist í gær trúa systur sinni Caroline Darian, 45 ára, þegar hún segðist þess fullviss að faðir hennar hefði byrlað henni ólyfjan og misnotað. Myndir fundust af Caroline á tölvu föður hennar þar sem hún lá sofandi í nærfatnaði sem hún kannaðist ekki við. Vitað er að Dominique klæddi eiginkonu sína meðvitundarlausa í nærfatnað áður en henni var nauðgað. „Ef það er einhver mannúð eftir í þér, segðu þá sannleikann um það sem þú gerðir systur minni, sem þjáist enn á hverjum degi og mun þjást allt sitt líf,“ sagði David í dómsal. Dominique hrópaði þá að hann hefði aldrei misnotað dóttur sína né barnabörn og bað David um að fyrirgefa sér. „Aldrei,“ svaraði David. David lýsti því hvernig áhyggjur þeirra systkina hefðu vaknað þegar móðir þeirra virtist „detta út“ í samtölum. Veltu þau því meðal annars fyrir sér hvort hún væri komin með Alzheimer eða heilakrabbamein. Dominique reyndist meðal annars hafa átt myndir af eiginkonu David naktri þegar hún var ólétt af tvíburum þeirra. Þá fundust einnig myndir af Aurore, eiginkonu yngri sonar Dominique, sem heyrði tengdaföður sinn einu sinni tala um það við barnabörnin að fara í „læknisleik“. Systir þeirra, Caroline Darian, sagðist upplifa að vera ósýnileg í málaferlunum sem nú standa yfir. „Ég veit að ég var gerð meðvitundarlaus. Það er ekki eitthvað sem ég held, það er raunveruleikinn. Ég veit það,“ sagði hún í dómsalnum í gær. Eini munurinn á máli hennar og móður hennar væri sá að í síðarnefnda væru óyggjandi sönnunargögn til staðar; myndskeiðin sem fundust á tölvu Dominique.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira