Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 20:02 Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jafnréttismál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í heimi heilbrigðisvísindanna eru karlar og karl-líkaminn oftar notaður í rannsóknum en konur og þar af leiðandi er minna vitað um einkenni og áhrif sjúkdóma á konur og um kvensjúkdóma. Þetta er staðreynd sem hefur haft gífurleg áhrif á líf kvenna, ekki bara upplifun þeirra á þjónustu heldur einnig heilsu þeirra. Margar konur hafa upplifað að einkenni þeirra séu ekki tekin jafn alvarlega og einkenni karla, sérstaklega í tilfellum langvinnra sjúkdóma eins og endómetríósu, fjölblöðruheilkennis á eggjastokkum (PCOS), vefjagigtar og jafnvel ADHD. Þessi sjúkdómar eru oft vangreindir eða fá litla viðurkenningu, sem leiðir til þess að konur að glíma við langvarandi heilsufarsvandamál sem í mörgum tilvikum mætti bregðast við fyrr og með betri úrræðum. Einnig er sláandi að lyf sem eru ómissandi fyrir konur með þessa sjúkdóma eru oft ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. PCOS: Vangreindur og kostnaðarsamur sjúkdómur PCOS (fjölblöðruheilkenni), er dæmi um sjúkdóm sem hefur mikil áhrif á líf fjölda kvenna, þar sem heilbrigðiskerfið mætti bregðast mun betur við þörfum kvenna. Konur með sjúkdóminn þjást oft m.a. af ójafnvægi á insúlíni, hormónaójafnvægi, ófrjósemi og óreglulegum/miklum blæðingum sem oft krefjast lyfjameðferðar. Dæmi um þessar lyfjameðferðir eru hormónapillan, sem er ekki niðurgreidd, til að halda jafnvægi á blæðingum og Wegovy (ekki niðurgreitt nema einstaklingur sé með hærra en 45 í BMI) til að koma jafnvægi á insúlínbúskapinn. Þess má geta að tveggja mánaða skammtur af Microgyn pillunni kostar rétt um 2900 kr. og mánaðarskammtur af 1 mg. af Wegovy kostar rúmlega 28.000 kr. Þessar lyfjameðferðir eru því oft þungur fjárhagslegur baggi, þrátt fyrir að þessi lyf séu nauðsynleg heilsu kvenna. Ekki má gleyma því að öllum hormónameðferðum geta fylgt ýmis konar slæmir fylgikvillar.Svo sem hár blóðþrýstingur, þunglyndi, þyngdaraukning, blóðtappar og krabbamein - sem allt getur haft gífurleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu kvenna. Móðursýki: Rangar greiningar og vantraust Önnur áþreifanleg birtingarmynd þessarar kynbundnu skekkju í heilbrigðiskerfinu er hugtakið „móðursýki“, sem hefur stundum verið notað sem skýring á heilsukvillum kvenna. Þegar konur leita á sjúkrahús eða heilsugæslu með alvarleg einkenni, eins og mæði eða brjóstverki, er þeim stundum sagt að kvillar þeirra séu tengdir tilfinningalegu ástandi, frekar en að leitað sé eftir líkamlegum skýringum. Þetta hefur valdið mörgum konum töfum á greiningum, sem jafnvel hafa reynst lífshættulegar. Legnám: skiptir skoðun maka meira máli en heilsa kvenna? Konur með endómetríósu, PCOS eða aðra kvensjúkdóma þurfa jafnvel að grípa til þess örþrifaráðs að fara í legnám til að bæta heilsu sína. Oft er legnám það eina í stöðunni til að lækna króníska verki og önnur vandamál. Það eru hins vegar ótal mörg dæmi um að læknar spyrji konur að því hvort maki þeirra sé samþykkur aðgerðinni og hvort þær hafi rætt ætlun sína við hann áður en haldið er áfram með samtalið. Einnig eru dæmi um að konum á barneignaraldri sé hreinlega neitað um þessa aðgerð vegna þess að þær gætu ennþá nýtt legið til að eignast börn. Þetta er skýrt dæmi um að konum er ekki treyst til að taka ákvarðanir um eigin líkama og heilsu. Ákall um breytingar í heilbrigðiskerfinu Jafnrétti í heilbrigðismálum er ekki einkamál kvenna – það er mál sem samfélagið allt ætti að láta sig varða. Við þurfum að tryggja að öll, óháð kyni, fái þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Okkur Pírötum þykir brýnt að bregðast við þessum kerfisbundna vanda. Við viljum betra heilbrigðiskerfi fyrir konur, þar sem heilsan er í forgrunni, ekki úreltar staðalímyndir og kynjaviðhorf. Konur eiga rétt á því að ráða yfir eigin líkama og eiga að geta treyst því að heilbrigðisstarfsfólk taki heilsu þeirra alvarlega. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar