Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 21:02 Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að huga þurfi vel að félagslegum áhrifum verkfallsaðgerða kennara. Vísir/Anton Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13