Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:45 Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun