Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Danskar kýr í haga. Getty/Michal Fludra Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu. Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu.
Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent