Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. nóvember 2024 12:01 Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. vísir Skipuleggjandi tónleika sem fara áttu fram á Hvalasafninu í gær en var frestað segir málið hið leiðinlegasta og harmar atvikið. Allt kapp sé lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Hundruðum svekktra tónleikagesta var vísað frá Hvalasafninu í gær en þeir voru þangað mættir til að hlusta á raftónleikatvíeykið Joy Anonymous. Sjónarvottur lýsti því að hafa komið að lögreglumönnum og luktum dyrum með miða sem á stóð að frekari upplýsinga um aflýsinguna væri að vænta á morgun. Fjölmargir fóru svekktir af Grandanum en ekkert hafði verið gefið út um að viðburðinum yrði aflýst fyrr en á síðustu stundu. Framleiðslufyrirtækið LP Events stóð að tónleikunum. Guðjón Böðvarsson, er einn skipuleggjenda. „Það var þannig að það voru ákveðin leyfismál sem við töldum að við værum með og vorum búin að athuga þau, um að 600 manns mættu vera á Hvalasafninu. Kemur í ljós að svo var ekki, þau voru ekki með þennan fjölda leyfilegan í rauninni.“ Gleymdu þið að sækja um leyfi eða að hverju snýr vandinn? „Nei það er ekkert þannig. Safnið er með viðburði þarna rosa mikið, eru með leyfi en voru ekki með þetta tiltekna leyfi sem þurfti til að halda þessa tónleika á þessum tíma. Og við erum að vinna í því, þetta er í ferli.“ Heill her vinni að málinu Guðjón harmar málið, segir það í vinnslu og allt kapp lagt á að hægt verði að halda tónleikana í kvöld. „Við erum að gera allt til að vera með þessa tónleika í kvöld. Ef ekki þá verða allir miðar endurgreiddir. En við erum með heilan her af fólki í þessu til að láta showið gerast í kvöld.“ Guðjón segir að allir þeir sem áttu að koma fram á tónleikunum í gær komi fram í kvöld verði þeir haldnir. Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleikana í gær að fylgjast með á Instagram síðu LP viðburða. Þangað verði upplýsingar birtar um leið og málin skýrast. Fred again? Það vakti athygli í gær þegar frambjóðandi Samfylkingarinnar rakst á góðan vin tvíeykisins í Melabúðinni, nánar tiltekið Fred again sem er einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir. Í viðburðarlýsingunni kom fram að ásamt tvíeykisins myndu koma fram sérlegir vinir þeirra. Margir leiddu af því að þar hafi verið um Fred again að ræða þó að það liggi alls ekki fyrir. Joy Anonymous og Fred again hafa oft sameinað kraftað sína og gefið út nokkur lög. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru þeir félagar í Joy Anonymous miklir hvalavinir og var því ákveðið að halda tónleikana þar. Allur ágóði af tónleikunum mun renna til góðgerðamála, nánar tiltekið til hvalavinasamtakanna Icelandic Orca Project. Miðar fóru í sölu í fyrradag og seldist upp á skotstundu. Það urðu því ansi margir svekktir þegar tónleikunum var aflýst.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira