Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar 16. nóvember 2024 11:47 Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun