Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við erum um 20.000 manna her og við ætlum að hafa hátt fyrir þessar kosningar! Við viljum að rödd okkar heyrist og að tekið sé eftir þeirri baráttu sem daglegt líf okkar krefst í ófötluðum heimi, hvort sem þar um ræðir veikindi okkar, fötlun eða fjárhagslegt sjálfstæði. Við erum líka stundum nefnd öryrkjar, þessu orði sem hefur einhverra hluta vegna fengið á sig svo neikvæðan blæ. Við skulum halda okkur við fólk með fötlun eða fatlað fólk. Það er eins og fólk skilji baráttu okkar þá betur. En aftur að því sem við viljum. Við viljum fá tækifæri og lífsgæði til jafns við aðra, eðlilegan framfærslulífeyri og fjölbreytta atvinnumöguleika. Við viljum algilt húsnæði, húsnæði sem hentar fólki með margbreytilega fötlun á verði sem lífeyririnn okkar ræður við. Við viljum vera þátttakendur í samfélaginu og leggja okkar af mörkum til mannbætandi samfélags og kærleika. Við viljum ráða okkur sjálf og vera sjálfstæð, jafnvel þótt við þurfum til þess aðstoð. Við viljum jafnrétti og samkennd ekki vorkunn. Við viljum einfaldara kerfi og sveigjanlegra. Við viljum afnema skerðingar á örorkulífeyri og að komið sé í veg fyrir víxlverkanir á milli kerfa. Við viljum einfalda flókna, ógagnsæja og ósanngjarna víxlverkun almannatrygginga og greiðslukerfis lífeyrissjóða. Það verður að tryggja að lífeyrissjóðstekjur tryggi auknar ráðstöfunartekjur. Við viljum gott aðgengi og gjaldfrjálsa heilbrigisþjónustu, þ.á.m. geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum öryggi og að það sé tryggt að kerfin grípi okkur ef á þarf að halda, við erum viðkvæmur hópur. Undanfarið höfum við heyrt töframöntruna um heildstætt örorkukerfi og samþætt sérfræðimat sem taka á gildi 1. september 2025 og á víst að breyta öllu. En á meðan það er ekki komið í gagnið og þegar enn hefur ekki reynt á það, þá erum við dálítið skeptísk. Við viljum samtal við verðandi þingmenn og ráðherra um okkur sbr. ekkert um okkur án okkar. Við erum alls konar. Sum okkar eru með sýnilega fötlun og koma rúllandi á kjörstað, aðrir með göngugrind, sumir styðja sig við staf en stór hópur er með sjúkdóma, heilkenni eðs fötlun sem ekki sjást utan á okkur, hvort sem það er hjartveiki, geðrænar áskoranir eða gigt svo einhver dæmi séu nefnd. Ég hvet allt fatlað fólk til að kynna sér vel stefnur stjórnmálaflokkanna. Flestar þeirra er hægt að nálgast á heimasíðum framboðanna. Það er mjög misjafnt hvaða lausnir þau hafa í málefnum fólks með fötlun. Skoðum stefnurnar og tökum upplýsta ákvörðun. Hvert atkvæði er mikilvægt. Það verður eitthvað þegar þessi 20.000 manna her skundar á kjörstað og velur með atkvæðinu sínu! Höfundiur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun