Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2024 06:55 Aðgerðasinnar vilja „snákana“ út, það er að segja útiloka hagsmunaaðila frá Cop. AP/Joshua A. Bickel Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Um er að ræða hóp sem telur meðal annars Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Christinu Figueres, fyrrverandi framkvæmdastjóra loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og loftslagssérfræðinginn Johan Rockström. Hópurinn gagnrýnir meðal annars aðkomu hagsmunaaðila að ráðstefnunum en samkvæmt samtökunum Kick Big Polluters Out fengu 1.773 aðgengi að Cop29, sem nú stendur yfir í Aserbaídsjan. Til samanburðar má geta þess að þau tíu ríki sem eru sögð hvað viðkvæmust fyrir loftlagsbreytingum eiga samtals 1.033 fulltrúa á ráðstefnunni. Áður en Cop29 hófst náðist einn af skipuleggjendum Aserbaídsjan á myndskeið þar sem hann bauðst til þess að aðstoða aðila við að ná samningum um jarðefnaeldsneyti. Þá sagði forseti landsins, Ilham Aliyev, á opnunarviðburðinum og að olía og gas væru „Guðsgjöf“. Cop28 var haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einum helsta olíuframleiðanda heims. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt fyrirkomulag ráðstefnanna. „Það er gamalt kántrílag frá Nashville sem heitir Að leita að ástinni á öllum röngu stöðunum. Lengi vel töldu margir að þar sem jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn hefði komið okkur í þennan vanda myndi hann leysa hann fyrir okkur. En þeir munu ekki gera það. Alþjóðasamfélagið verður að finna mun árangursríkari leiðir til að stýra þessum ráðstefnum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætti að hafa eitthvað með að segja hvar þær eru haldnar.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Aserbaídsjan Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira