Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2024 10:31 Sigrún Ósk var fluga á vegg hjá Rauða krossinum. Í Skútuvogi í Reykjavík fer fram flokkun á því sem Fatasöfnun Rauða krossins berst, en að meðaltali rúlla tíu þúsund kíló af fatnaði og textíl þar í gegn á hverjum einasta degi. „Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
„Það er nóg til af notuðum fötum, eða um 2500 tonn á ári af textíl,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri í fataverkefni Rauða krossins, í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Óhreinn fatnaður og ónýtur fer í eina körfu - hann á þó enn séns á að komast aftur í hringrásina erlendis þangað sem hann er seldur. Aðalmálið er þó að finna fatnað sem hægt er að selja í einhverri af nítján verslunum Rauða krossins hér heima, en þær eru ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Guðrún rakst á lopapeysu þegar hún fór í gegnum fötin með Sigrúnu Ósk sjónvarpskonu. „Þetta eru gríðarleg verðmæti fyrir okkur. Ferðafólk er mjög spennt fyrir því að kaupa íslenskan lopa. Það selst allt af lopanum, kjólar seljast og barnaföt en það mætti seljast meira af barnafötum því við fáum gríðarlegt magn,“ segir Guðbjörg. Haldi fólk að tilviljun ráði því hvað er í búðunum hverju sinni þá er það misskilningur. Hér vita starfsmenn nákvæmlega hvað selst og hvenær. Föt eru flokkuð í ákveðna bunka árið um kring og þau sett í búðirnar á hárréttum tíma. „Núna eru jólin að skella á og þá erum við að setja allar jólapeysurnar af stað. Bleikur október er nýliðin og þá söfnum við einhverju bleiku og höfum það tilbúið,“ segir Elsa Vestmann Kjartansdóttir, samfélagsmiðlastjóri hjá fatabúðum Rauða krossins. „Stundum erum við með eitthvað til hliðar sem við ætlum að rannsaka betur, ef það er til að mynda merkjavara hvort hún sé ekta og hvað hún kostar á eBay, en við erum alltaf með hana miklu ódýrari en á eBay.“ Sigrún leit einnig við í verslun Rauða krossins í Kringlunni og fékk að skyggnast fyrir hvað sé til sölu þar en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira