Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Foreldrar í leikskólanum Sólborg hafa gagnrýnt mengun frá bálsofunni. Mengunin hafi áhrif á börnin í leikskólanum. Aðsend Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf ekki út bein tilmæli um breytingar á starfsemi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur síðasta föstudag samhliða því að tilkynnt var að endurskoða ætti starfsleyfi þeirra. Endurskoðun getur tekið margar vikur. Til skoðunar er að gefa út bein tilmæli um breytingar á skilyrðum. Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum. Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Foreldrar í leikskólanum Sólborg, sem staðsettur er nærri kirkjugarðinum, hafa mótmælt brennslunni ítrekað og segja mengun mikla. Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu á föstudag kom fram að ástæða endurskoðunarinnar væri að mengun hefði reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar birti í mánudag myndband á Facebook-síðu sinni þar sem mátti sjá svartan reyk stíga frá bálstofunni um klukkan 16. Þá hafi börnin verið úti að leika. „Starfsemi bálstofunnar er starfsleyfisskyld hjá heilbrigðiseftirliti samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Starfsleyfisskyld starfsemi starfar eftir starfsleyfisskilyrðum sem starfseminni eru sett. Endurskoðun starfsleyfis þýðir að starfsleyfisskilyrðin eru til skoðunar, hvort þeim þurfi að breyta t.d. þar sem mengunin er meiri en gert var ráð fyrir við útgáfu starfsleyfis,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Ákvæði um brennslutíma til skoðunar Þar kemur einnig fram að til skoðunar séu, meðal annars, ákvæði um brennslutíma. Þá segir að það sé nokkurt ferli að breyta starfsleyfisskilyrðum. Það þurfi til dæmis að auglýsa breytt fyrirkomulag í fjórar vikur eftir að tillaga liggur fyrir. „Hugmyndir að breytingum á skilyrðum hafa verið ræddar við forsvarsmenn starfseminnar en bein tilmæli hafa ekki verið gefin varðandi breytingar enn sem komið er en það er í skoðun,“ segir að lokum.
Kirkjugarðar Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Umhverfismál Reykjavík Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32