Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:45 Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið heyrði ég í ungum frumkvöðli sem stofnaði sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum og hefur lagt allt í sölurnar til að byggja undir reksturinn. Það hefur gengið upp og ofan eins og svo oft í heimi frumkvöðla. Fyrirtækið hefur tekið þátt í ýmsum hröðlum, frumkvöðlakeppnum og sótt um styrki svo hægt sé að halda áfram þróun og greiða laun. En þessi tiltekni frumkvöðull var eitt sinn sem oft áður að fara í gegnum flókið ferli við styrkumsókn og þurfti að skila af sér ítarlegri umsókn sem tók að minnsta kosti hundrað tíma að undirbúa. Þar voru allar upplýsingar um fyrirtækið í löngu máli ásamt fyrirsögnum og millifyrirsögnum. En nokkru síðar kom neitun frá styrkveitanda. Fyrirtækið var ekki gjaldgengt til að fá styrk því það var misræmi í einni millifyrirsögn. Í stað þess að standa Útgáfa I stóð þar Haust 2024. Og það eitt var nóg til þess að umsóknin væri ekki einu sinni tekin til skoðunar. Computer says no. Ein millifyrirsögn dæmir þannig keppandann úr leik. Finnum lausnir Ég hef heyrt sögur sem eru sambærilegar við sögu unga frumkvöðulsins á ferðum mínum um Norðvesturkjördæmi. Ungt og kjarkað fólk með stórar hugmyndir fyrir svæðið sitt. Sem vill búa í sinni heimabyggð og byggja þar upp fjölbreytt atvinnulíf. En hnökrar og tafir kerfisins tæma allt súrefni. Og þá stöndum við frammi fyrir því að fólkið okkar fer að leita annað – jafnvel út fyrir landsteinana. Þannig töpum við dýrmætum tækifærum til að stuðla að fjölbreyttari atvinnuvegum. Oft á svæðum sem þyrftu svo sannarlega á því að halda. Við hljótum að vera sammála um að kerfin eigi að virka - fyrir fólkið í landinu. Það á ekki bara við um kerfin sem frumkvöðlar sækja í. Heldur einnig kerfin sem eiga að grípa fólk sem bíður eftir heilbrigðisþjónustu, börn sem eru föst á biðlistum, fjölskyldufólk sem safnar skuldum í fæðingarorlofi, ungt fólk sem kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn, ungmenni sem fóta sig ekki í hefðbundnu menntakerfi svo dæmi séu tekin. Öll kerfi eru mannanna verk. Gleymum því ekki. Breytum þessu Við Íslendingar erum rík þjóð. Við erum rík af auðlindum, hreinu vatni, jarðvarma, fiski í sjónum, fersku lofti og fallegri náttúru. En hvernig stendur þá á því að okkur tekst ekki betur að þjóna fólkinu okkar? Ætti rík þjóð ekki að geta búið þegnum sínum samfélag þar sem velmegun og jöfn tækifæri er forsendan? Þar sem fólk þarf ekki að tapa heilsunni og jafnvel aleigunni við að glíma við kerfi sem ekki þjónar því? Við getum sannarlega gert betur. Við göngum brátt til kosninga og höfum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn. Það er von mín að sú ríkisstjórn verði ríkisstjórn breytinga. Ríkisstjórn sem hefur hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni þeirra sem halda í stjórnartaumana. Viðreisn er tilbúin að taka þátt í slíkri ríkisstjórn - og þannig stjórnmálum. Því við segjum: „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og við meinum það. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun