Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 20:01 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands og Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun kalla eftir fleiri aðgerðum vegna vímuefnavandans hér á landi. Vísir Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum. Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum.
Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira