„Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. nóvember 2024 22:23 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði gegn Slóvakíu 70-78 í undankeppni EM. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var svekktur með niðurstöðuna en var þó jákvæður. „Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Sjá meira
„Við vorum yfir þremur mínútum lengur en þær í leiknum. Fyrir mér var þetta jafn leikur en þær settu stóra þrista í fjórða leikhluta og hver þristur var eiginlega meira en þrjú stig og á meðan vorum við ekki að setja okkar skot ofan í,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með kraftinn í íslenska liðinu sem byrjaði leikinn mjög vel og gerði átta stig í röð í fyrsta leikhluta. „Þetta var frábær byrjun. Við lögðum upp með að fyrstu fimm mínúturnar myndu setja tóninn sem það gerði bæði í byrjun fyrri hálfleiks og seinni hálfleiks. Mér fannst allar skila baráttu og orku. Þetta var hrikalega erfitt og ég held að staðan í frákastabaráttunni hafi verið 8-29. En við vorum að taka spretti út um allt og hlaupa inn í teig og út aftur. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði.“ Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleik af krafti á báðum endum vallarins og gerðu fyrstu tíu stigin. „Það hefði verið auðvelt að vera litlar og að stóra liðið myndi taka yfir en þær voru ekkert að leyfa það. Við fórum að vera villtar og tókum snögga þrista og það var það sem við þurftum að gera. Við erum með mjög lágvaxið lið í þessum glugga og við þurfum að vera villingar og taka þristana sem við fáum og taka áhættu.“ Danielle Rodriguez og Kolbrún María Ármannsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu í sínum fyrsta A-landsleik og Benedikt hrósaði þeim í hástert. „Danielle var frábær frá byrjun og eðlilega var Kolbrún stressuð í byrjun en síðan mætti hún í seinni hálfleik og var geggjuð. Hún er sextán ára og það á engin sextán ára að byrja inn á í landsliði. Þetta er topp leikmaður sem er í landsliðsklassa og hún er ógn sóknarlega og spilar frábæra vörn. Hún er rétt að byrja sinn langa landsliðsferil,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Sjá meira