Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. nóvember 2024 20:31 Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kjaramál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar. Erindi fræðimannsins „óháða“ er gjarnan að benda þeim á hann hlýða eða lesa, á skattalegt ofbeldi Sjálfstæðisflokksins gagnvart launþegum í landinu og þá gjarnan gegn þeim lægst launuðustu. Gengur meint ofbeldi út á það, að skattbyrði lægstu launa hafi hækkað. Máli sínu til stuðnings, nefnir hann gjarnan að lágmarkslaun hafi verið skattlaus, er staðgreiðsla skatta var tekin upp hér á landi. Á því herrans ári, voru lágmarkslaun í landinu heilar 41.700 krónur. En í dag eru þau um 409.000 kr. Árið 1989 voru skattleysismörkin 44.183 kr. , eru í dag 214.839. kr á mánuði. Ástæða meints ofbeldis er sögð sú að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun. Hefðu skattleysismörk fylgt launaþróun frá 1989, þá væru þau 442.346. kr. á mánuði. Enda launavísitalan hækkað um 901,17% frá árinu 1989. Eðlilegast er að skattleysismörk fylgi verðlagsþróun, fremur en launaþróun. Á undanförnum 35 árum eða síðan staðgreiðslukerfi skatta var komið á eru þó frávik upp á 34. 000. kr. Engu að síður hlýtur hver maður sem ekki er „óháður“ fræðimaður, að sjá hversu fráleitt það væri að skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróun. Í dag eru meðallaun í landinu ca. 850.000. kr. Hvað ætli skattprósenta manns á meðallaunum þyrfti að vera há, svo tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti launþega væru þær sömu og eru í dag? Svo maður tali nú ekki um skattprósentur á laun lækna og fleiri sem milljón og meira í tekjur. Nýjustu sakfellingar fræðimannsins „óháða“ er aukin skattbyrði láglauna og millitekjufólks frá árinu 2013. Frá árinu 2013 hafa lágmarkslaun hækkað um 100% og meðallaun um 85%. Samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar hefur verðlag hækkað um 57,2% frá árinu 2013. Þannig að einhver er nú kaupmáttaraukningin. Í framhjáhlaupi má geta þess að verðlag hefur hækkað um 463% frá árinu 1989 á meðan launavístalan hefur hækkað eins og áður segir um 901,17% á sama tíma. Það er því alveg ljóst að kjör launafólks hafa batnað töluvert þann tíma sem fræðimaðurinn „óháði“ notar til viðmiðunar þegar hann sakfellir Sjálfstæðisflokkinn fyrir skattaofbeldi á launafólki í landinu. Tekjuskattur á launafólk hefur lækkað, en því miður ekki nógu mikið til að fría launafólk það fengið hefur allt að 100% launahækkun undan aukinni skattbyrði. Sem er þó dropi í hafið við hliðina á allri þeirri kaupmáttaraukningu sem orðið hefur þennan tíma. Og það á vakt hins illa Sjálfstæðisflokks! Fræðimaðurinn „óháði“ ætti kannski að reikna út skattbyrði fasteignaskatta í Reykjavík, þar sem Samfylkingin ræður ríkjum, á laun Reykvískra fasteignaeigenda frá árinu 2013. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun