Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 15:01 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Hamilton, sem er einn sigursælasti ökuþór Formúlu 1 mótaraðarinnar og hefur notið mikillar velgengni hjá Mercedes, gengur til liðs við Ferrari eftir yfirstandandi tímabil. Hins vegar hafði frammistaða hans íá heppnishelgi í Brasilíu um síðastliðna helgi komið af stað orðrómi þess efnis að hann myndi yfirgefa liðið fyrir lok tímabilsins nú þegar að þrjár keppnishelgar eru eftir. Slök frammistaða í Brasilíu sem og samskipti Hamilton við lið sitt eftir keppni á sunnudeginum urðu til þess að slíkur orðrómur fór á kreik. Hamilton lauk keppni í tíunda sæti í kappakstri sunnudagsins en daginn áður hafði hann lokið leik í ellefta sæti í sprettkeppninni. Hann var niðurlútur, Hamilton, að lokinni keppnishelginni. „Þetta var hörmuleg keppnishelgi,“ sagði Hamilton í gegnum samskiptarás Mercedes liðsins eftir kappaksturinn í Brasilíu. „Bíllinn hefur aldre verið verri. Takk samt sem áður fyrir ykkar framlag. Við reyndum og þið gerðuð ykkar besta á þjónustusvæðinu. Ef þetta er í síðasta sinn sem ég fæ að láta reyna á þetta þá er synd að þetta endi svona. Þetta var ekki frábært en ég er þakklátur fyrir ykkur.“ Þá lét Hamilton hafa það eftir sér í samtali við Sky Sports í kjölfarið að í stað þess að taka þátt í síðustu þremur keppnishelgum tímabilsins þá myndi hann glaður fara og taka sér frí. Hins vegar hefur það nú verið staðfest af nokkrum veitum að Mercedes hafi staðfest að Hamilton sé ekki á förum fyrir lok tímabilsins. Hann verði einn af ökumönnum liðsins á keppnishelgunum í Las Vegas, Katar og Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira