Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 6. nóvember 2024 22:26 Konan dvaldi í tvo daga á gjörgæslu og heimsótti svo göngudeild fjórum sinnum vegna veikinda sinna. Landspítali Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Úrskurðurinn var kveðinn upp í heilbrigðisráðuneytinu þann 17. október eftir að konan kærði ákvörðun Landspítalans um að hafna niðurfellingu gjalda í ágúst. Landspítalinn hafnaði kröfu konunnar í júlí. Fram kemur í úrskurðinum að konan kom til Íslands seinni hluta maí á þessu ári og leitaði til Landspítalans þann 27. sama mánaðar vegna veikinda. Hún var í kjölfarið lögð inn á gjörgæslu og dvaldi á spítalanum í tvo daga. Eftir útskrift leitaði hún svo á göngudeild spítalans fjórum sinnum án þess að leggjast inn. Þar sem konan var ósjúkratryggð á umræddu tímabili var henni gerður reikningur upp á 1.246.283 krónur vegna legu sinnar á Landspítala auk þess sem henni var gerður reikningur upp á 57.604 krónur vegna komu hennar í fjögur skipti á göngudeild eftir að innlögn lauk. Hafði nýlega flutt lögheimili sitt Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi þegar hún fékk reikning óskað eftir niðurfellingu en Landspítalinn bent á í ákvörðun sinni að honum bæri, á grundvelli reglugerðar, að innheimta kostnað vegna legu og komugjöld samkvæmt gjaldskrá vegna ósjúkratryggðra sjúklinga sem þangað koma og ekki væru sjúkratryggðir. Þannig væri hægt að tryggja jafnræði. Konan byggir kæru sína á því að aðstæður hennar væru bágbornar. Hún glími enn við veikindi auk þess sem þau hafi kostað hana mikla fjármuni, bæði vegna þjónustu á Landspítala og utan hans. Þá byggði hún kæru sína á því að hún væri íslenskur ríkisborgari og hefði verið með lögheimili á Íslandi skömmu áður. Af þeim sökum óski hún eftir því að innheimta spítalans vegna legu hennar á Landspítala í umrætt skipti frá 27. til 29. maí yrði líkt og hún hefði enn verið með lögheimili á Íslandi eða hún lækkuð verulega. Reikningurinn eigi sér stoð í reglugerð og lögum Landspítalinn bendir á í ákvörðun sinni að þegar einstaklingur flytur búsetu sína missi hann rétt til sjúkratrygginga. Tölvukerfi spítalans væri tengt við grunn Sjúkratrygginga Íslands og að það væru lög og reglur um ósjúkratryggða á Íslandi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að þar væri ekki fjallað um hvort konan hefði verið sjúkratryggð eða ekki, það væri ákvörðun SÍ. Það væri fjallað um það í lögum hverjir væru sjúkratryggðir og hverjir ekki og um gjaldtöku sömuleiðis. Þá bendir Landspítalinn á að ekki væri milliríkjasamningur við Bandaríkin um greiðslu sjúkratrygginga. Reikningar Landspítalans eigi sér stoð í bæði reglugerð og lögum. „Þar sem ekki er fyrir að fara heimild í lögum eða reglugerð til að fella niður umrædda reikninga er ákvörðun Landspítala um að hafna umsókn um niðurfellingu sjúklingagjalda staðfest,“ segir að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bandaríkin Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í heilbrigðisráðuneytinu þann 17. október eftir að konan kærði ákvörðun Landspítalans um að hafna niðurfellingu gjalda í ágúst. Landspítalinn hafnaði kröfu konunnar í júlí. Fram kemur í úrskurðinum að konan kom til Íslands seinni hluta maí á þessu ári og leitaði til Landspítalans þann 27. sama mánaðar vegna veikinda. Hún var í kjölfarið lögð inn á gjörgæslu og dvaldi á spítalanum í tvo daga. Eftir útskrift leitaði hún svo á göngudeild spítalans fjórum sinnum án þess að leggjast inn. Þar sem konan var ósjúkratryggð á umræddu tímabili var henni gerður reikningur upp á 1.246.283 krónur vegna legu sinnar á Landspítala auk þess sem henni var gerður reikningur upp á 57.604 krónur vegna komu hennar í fjögur skipti á göngudeild eftir að innlögn lauk. Hafði nýlega flutt lögheimili sitt Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi þegar hún fékk reikning óskað eftir niðurfellingu en Landspítalinn bent á í ákvörðun sinni að honum bæri, á grundvelli reglugerðar, að innheimta kostnað vegna legu og komugjöld samkvæmt gjaldskrá vegna ósjúkratryggðra sjúklinga sem þangað koma og ekki væru sjúkratryggðir. Þannig væri hægt að tryggja jafnræði. Konan byggir kæru sína á því að aðstæður hennar væru bágbornar. Hún glími enn við veikindi auk þess sem þau hafi kostað hana mikla fjármuni, bæði vegna þjónustu á Landspítala og utan hans. Þá byggði hún kæru sína á því að hún væri íslenskur ríkisborgari og hefði verið með lögheimili á Íslandi skömmu áður. Af þeim sökum óski hún eftir því að innheimta spítalans vegna legu hennar á Landspítala í umrætt skipti frá 27. til 29. maí yrði líkt og hún hefði enn verið með lögheimili á Íslandi eða hún lækkuð verulega. Reikningurinn eigi sér stoð í reglugerð og lögum Landspítalinn bendir á í ákvörðun sinni að þegar einstaklingur flytur búsetu sína missi hann rétt til sjúkratrygginga. Tölvukerfi spítalans væri tengt við grunn Sjúkratrygginga Íslands og að það væru lög og reglur um ósjúkratryggða á Íslandi. Í úrskurði ráðuneytisins segir að þar væri ekki fjallað um hvort konan hefði verið sjúkratryggð eða ekki, það væri ákvörðun SÍ. Það væri fjallað um það í lögum hverjir væru sjúkratryggðir og hverjir ekki og um gjaldtöku sömuleiðis. Þá bendir Landspítalinn á að ekki væri milliríkjasamningur við Bandaríkin um greiðslu sjúkratrygginga. Reikningar Landspítalans eigi sér stoð í bæði reglugerð og lögum. „Þar sem ekki er fyrir að fara heimild í lögum eða reglugerð til að fella niður umrædda reikninga er ákvörðun Landspítala um að hafna umsókn um niðurfellingu sjúklingagjalda staðfest,“ segir að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bandaríkin Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira