„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. nóvember 2024 17:13 Kennarar fylltu stóra sal Háskólabíós á baráttufundi í dag. Vísir/Anton Brink Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Einar Bjarnason er kennari í Áslandsskóla og er því í verkfalli. „Það vill enginn vera í verkfalli en það er mikill hugur í kennurum,“ segir Einar. Hann segir áríðandi að staðið sé við samkomulag við kennara frá 2016. Kennarar séu til í að ganga alla leið til að fá þá samninga uppfyllta. „Sveitarfélögin geta ekki skýlt sér á bak við samninganefndina sína sem virðist vera algjörlega umboðslaus og ég skora á mitt sveitarfélag, Rósa og Valdimar og co, sýnið að þið standið með okkur og sýnið að þið standið með því sem var samið um.“ Einar á von á því að verkföllin gætu staðið lengi. Miklar umræður á kaffistofum Rannveig Anna Ólafsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Gullborg í Vesturbæ Reykjavíkur tekur í sama streng. „Það eru miklar umræður á kaffistofunni og það styðja allir verkfall. Það styðja allir sitt fólk 100 prósent,“ segir hún og að það sé ánægjulegt að sjá kennara standa saman. „Þessi sameining er lykilatriði fyrir okkur.“ Hún segir kennara verða að berjast fyrir sínum réttindum. Hún vonist þó til þess að það verði samið sem fyrst. Frekari aðgerðir ef ekki næst að semja Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Ísland segir verkefni kjaraviðræðnanna að það verði uppfyllt ákvæði úr kjarasamningsviðræðum frá 2016 þegar lífeyrisréttindi kennara voru jöfnuð þeim sem eru á almennum markaði. Krafa kennara er að fjárfest sé í kennurum og að laun þeirra séu sambærileg öðrum sambærilegum sérfræðingum.Vísir/Anton Brink Hann segir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar en Kennarasambandið sé í sambandi við ríkissáttasemjara um næstu skref. Það sé ekki lausn í sjónmáli og enn nokkuð langt á milli. „Það er þannig að aðgerðir stéttarfélaga eru til þess að þrýsta á um viðræður,“ segir Magnús Þór um gagnrýni sem fram hefur komið á verkfallsaðgerðir kennara sem fara fram í ákveðnum skólum. Hann segir alls skólakerfið undir og kennara standa saman. Hann segir að í stað þess að fara í verkfall á einu skólastigi hafi verið ákveðið að snerta á öllum skólum. Aðgerðirnar séu mögulega ekki eins afgerandi. „Aðgerðir eru þannig að þær koma niður á einhverjum,“ segir Magnús. Hann segist vonast til þess að hægt verði að komast að samningum sem fyrst svo hægt sé að hefja kennslu á ný. Hann segir að ef deilurnar haldi áfram langt fram í þennan mánuð verði hugað að frekari aðgerðum. Hægt er að horfa á lengra viðtal við Magnús hér að ofan.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum. 6. nóvember 2024 16:54
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent