Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 6. nóvember 2024 15:45 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Arne Slot og Liverpool á þessari leiktíð, sérstaklega þegar horft er til þess að hann er að taka við af Jurgen Klopp sem var afar vel metinn af bæði leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Þrátt fyrir að Arne Slot sé frábær taktískur þjálfari og agaður þá er ýmislegt í fari hans og framkomu sem gerir hann að góðum þjálfara. The Athletic birti áhugaverða grein nýlega þar sem fjallað var um áherslu hans á andlega hlið leikmanna og að hver og hvernig hver og einn einstaklingur innan hópsins skiptir máli. Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool ræddi nýverið við Rio Ferdinand fyrrum leikmann Manchester United um reynslu sína af Arne Slot. Hann talaði fyrst og fremst mjög vel um hann sem þjálfara. Hann sagði frá því hvernig Slot vinni markvisst að því að skapa aðstæður þar sem hver og einn leikmaður finnur að hann tilheyri og sé mikilvægur fyrir heildina. Hann sagði frá áherslum Slot á andlegan undirbúning og hvernig hann reynir að mæta þörfum hvers og eins leikmanns. Hann leggur mikla vinnu í að hjálpa leikmönnum að bæta sig og þróa sinn leik. Fyrrum leikmenn hans hafa sagt frá því hvernig hann leggur mikla áherslu á hvatningu og að veita uppbyggilega endurgjöf. Hann virðir framlag hvers og eins og sýnir að hann beri umhyggju fyrir leikmönnum með því að koma fram við þá fyrst og fremst sem einstaklinga. Hann sýnir leikmönnum virðingu og er styðjandi. Rannsóknir hafa sýnt að umhyggja og auðmýkt þjálfara í garð leikmanna skiptir miklu máli. Til dæmis að vera umhugað um líðan leikmanna, setja sig í spor þeirra, vera til staðar fyrir þá, hlusta og leyfa þeim að hafa sitt að segja. Góð samskipti og almenn samskiptafærni eru einnig mikilvægir þættir þegar kemur að því að bæta frammistöðu og færni leikmanna. Rannsóknir styðja við þá nálgun hvort sem um er að ræða almennt í stjórnun, þjálfun eða kennslu. Slot virðist uppfylla þessi skilyrði og gott betur. Hann býr yfir þeirri hæfni að vera sveigjanlegur en hann er einnig nákvæmur og gefur leikmönnum liðsins einföld og skýr skilaboð. Þannig að leikmenn hafi hlutverk sín á hreinu. Sjálfstraust og líkamstjáning Sjálfstraust er trú einstaklingsins á eigin getu og líkamstjáning er ákveðin samskiptaleið. Líkamstjáning getur gefið til kynna hvernig okkur líður og þannig gefum við frá okkur ákveðin skilaboð. Ég hef tekið eftir því hvernig hann hefur verið mjög öruggur í framkomu og samskiptum og sýnt mjög sterka og sannfærandi líkamstjáningu sem í raun geislar af sjálfstrausti. Sérstaklega hef ég tekið eftir framkomu hans. Hann er öruggur, rólegur, horfir upp og hikar ekki þegar hann talar. Í íþróttum er það þannig að leikmenn og andstæðingar veita líkamstjáningu athygli og með henni erum við að gefa frá okkur ákveðið sjálfsöryggi. Þetta getur verið stór þáttur í því að vinna sér inn traust og trú leikmanna þ.e. hvernig þjálfarinn ber sig en líka hvernig hann tjáir sig. Ég hef einnig fylgst með því hvernig hann kemur fram. Hann er með opna líkamsstöðu, notar allar handahreyfingar á mjög yfirvegaðan máta, er beinn í baki og horfir í augun á þeim sem talar við hann. Þá virðist hann líka vera vel undirbúinn. Líkamstjáning hans er almennt mjög yfirveguð og róleg sem gefur til kynna að hann hafi almennt stjórn á aðstæðunum (þó svo kannski hann hafi það ekki). Það er góður jarðvegur fyrir trú og stöðugleika. Sérstaklega þegar það verða þjálfara skipti og miklar breytingar. Fjölmiðlar erlendis og fyrrum leikmenn stórra liða hafa einnig tekið eftir þessu og haft orð á öruggri framkomu hans. Stjórnun og vaxtarhugarfar Slot leggur mikla áherslu á að efla sjálfstraust, liðsanda og þrautseigju. Það má segja að hann nýti aðferð sem er þekkt í stjórnun, svokallaðan lýðræðislegan stjórnunarstíl (e. democratic management style) sem þýðir að hann leitar markvisst eftir hugmyndum og skoðunum frá leikmönnum og öðru starfsfólki. Hann leggur mikla áherslu á þátttöku þjálfarateymis og leikmanna við ákvarðanatökur. Þó svo að á endanum beri hann ábyrgðina þá leggur hann mikla áherslu á að skapa svigrúm fyrir slíka vinnu. Hann telur mikilvægt að hlusta á raddir þeirra sem starfa fyrir klúbbinn, sama hver það er. Uppbyggileg skoðanaskipti eru jú mikilvægur liður til að þróa og móta jákvæða menningu innan félagsins. Í slíku umhverfi er virðing borin fyrir styrkleikjum og veikleikum hvers og eins. Fjölmargar rannsóknir styðja við þessa nálgun. Slík nálgun eykur tilfinningu meðal leikmanna um sameiginlega ábyrgð. Slík nálgun er líklegri til að efla samheldni innan hópsins og að leikmönnum líði vel. Því ef leikmönnum líður vel þá er liðið líklegra til að ná árangri. Slot leggur einnig áherslu á það sem kallað er vaxtarhugarfar (e. growth mindset) sem lýsir sér þannig að leikmenn með slíkan þjálfara eru tilbúnari að takast á við krefjandi áskoranir og aðstæður, sýna seiglu og þrautseigju og læra af mistökum. Þeir einstaklingar trúa því að með vinnusemi, skynsemi og áhættu geti þeir bætt sig. Leikmenn vilja halda áfram að takast á við krefjandi áskoranir og sækjast jafnvel í slíkar aðstæður. Leikmenn sem tileinka sér vaxtarhugarfar eru líklegri til að bregðast uppbyggilega við mistökum og jafnvel prófa nýja hluti og í raun líta á það sem hluta af einhvers konar lærdómsferli til að bæta sig og verða betri. Þeir þjálfarar sem eru sveigjanlegir eiga auðveldara með að byggja upp þrautseigju og seiglu hjá leikmönnum þrátt fyrir óvæntar og oft erfiðar áskoranir sem komið geta upp eins og í fótbolta. Fótbolti er í stöðugri þróun og kröfur og þarfir leikmanna breytast. Það er því sérstaklega mikilvægt að þjálfari geti aðlagað sig að þeim breytingum. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Fótbolti Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Arne Slot og Liverpool á þessari leiktíð, sérstaklega þegar horft er til þess að hann er að taka við af Jurgen Klopp sem var afar vel metinn af bæði leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins. Þrátt fyrir að Arne Slot sé frábær taktískur þjálfari og agaður þá er ýmislegt í fari hans og framkomu sem gerir hann að góðum þjálfara. The Athletic birti áhugaverða grein nýlega þar sem fjallað var um áherslu hans á andlega hlið leikmanna og að hver og hvernig hver og einn einstaklingur innan hópsins skiptir máli. Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool ræddi nýverið við Rio Ferdinand fyrrum leikmann Manchester United um reynslu sína af Arne Slot. Hann talaði fyrst og fremst mjög vel um hann sem þjálfara. Hann sagði frá því hvernig Slot vinni markvisst að því að skapa aðstæður þar sem hver og einn leikmaður finnur að hann tilheyri og sé mikilvægur fyrir heildina. Hann sagði frá áherslum Slot á andlegan undirbúning og hvernig hann reynir að mæta þörfum hvers og eins leikmanns. Hann leggur mikla vinnu í að hjálpa leikmönnum að bæta sig og þróa sinn leik. Fyrrum leikmenn hans hafa sagt frá því hvernig hann leggur mikla áherslu á hvatningu og að veita uppbyggilega endurgjöf. Hann virðir framlag hvers og eins og sýnir að hann beri umhyggju fyrir leikmönnum með því að koma fram við þá fyrst og fremst sem einstaklinga. Hann sýnir leikmönnum virðingu og er styðjandi. Rannsóknir hafa sýnt að umhyggja og auðmýkt þjálfara í garð leikmanna skiptir miklu máli. Til dæmis að vera umhugað um líðan leikmanna, setja sig í spor þeirra, vera til staðar fyrir þá, hlusta og leyfa þeim að hafa sitt að segja. Góð samskipti og almenn samskiptafærni eru einnig mikilvægir þættir þegar kemur að því að bæta frammistöðu og færni leikmanna. Rannsóknir styðja við þá nálgun hvort sem um er að ræða almennt í stjórnun, þjálfun eða kennslu. Slot virðist uppfylla þessi skilyrði og gott betur. Hann býr yfir þeirri hæfni að vera sveigjanlegur en hann er einnig nákvæmur og gefur leikmönnum liðsins einföld og skýr skilaboð. Þannig að leikmenn hafi hlutverk sín á hreinu. Sjálfstraust og líkamstjáning Sjálfstraust er trú einstaklingsins á eigin getu og líkamstjáning er ákveðin samskiptaleið. Líkamstjáning getur gefið til kynna hvernig okkur líður og þannig gefum við frá okkur ákveðin skilaboð. Ég hef tekið eftir því hvernig hann hefur verið mjög öruggur í framkomu og samskiptum og sýnt mjög sterka og sannfærandi líkamstjáningu sem í raun geislar af sjálfstrausti. Sérstaklega hef ég tekið eftir framkomu hans. Hann er öruggur, rólegur, horfir upp og hikar ekki þegar hann talar. Í íþróttum er það þannig að leikmenn og andstæðingar veita líkamstjáningu athygli og með henni erum við að gefa frá okkur ákveðið sjálfsöryggi. Þetta getur verið stór þáttur í því að vinna sér inn traust og trú leikmanna þ.e. hvernig þjálfarinn ber sig en líka hvernig hann tjáir sig. Ég hef einnig fylgst með því hvernig hann kemur fram. Hann er með opna líkamsstöðu, notar allar handahreyfingar á mjög yfirvegaðan máta, er beinn í baki og horfir í augun á þeim sem talar við hann. Þá virðist hann líka vera vel undirbúinn. Líkamstjáning hans er almennt mjög yfirveguð og róleg sem gefur til kynna að hann hafi almennt stjórn á aðstæðunum (þó svo kannski hann hafi það ekki). Það er góður jarðvegur fyrir trú og stöðugleika. Sérstaklega þegar það verða þjálfara skipti og miklar breytingar. Fjölmiðlar erlendis og fyrrum leikmenn stórra liða hafa einnig tekið eftir þessu og haft orð á öruggri framkomu hans. Stjórnun og vaxtarhugarfar Slot leggur mikla áherslu á að efla sjálfstraust, liðsanda og þrautseigju. Það má segja að hann nýti aðferð sem er þekkt í stjórnun, svokallaðan lýðræðislegan stjórnunarstíl (e. democratic management style) sem þýðir að hann leitar markvisst eftir hugmyndum og skoðunum frá leikmönnum og öðru starfsfólki. Hann leggur mikla áherslu á þátttöku þjálfarateymis og leikmanna við ákvarðanatökur. Þó svo að á endanum beri hann ábyrgðina þá leggur hann mikla áherslu á að skapa svigrúm fyrir slíka vinnu. Hann telur mikilvægt að hlusta á raddir þeirra sem starfa fyrir klúbbinn, sama hver það er. Uppbyggileg skoðanaskipti eru jú mikilvægur liður til að þróa og móta jákvæða menningu innan félagsins. Í slíku umhverfi er virðing borin fyrir styrkleikjum og veikleikum hvers og eins. Fjölmargar rannsóknir styðja við þessa nálgun. Slík nálgun eykur tilfinningu meðal leikmanna um sameiginlega ábyrgð. Slík nálgun er líklegri til að efla samheldni innan hópsins og að leikmönnum líði vel. Því ef leikmönnum líður vel þá er liðið líklegra til að ná árangri. Slot leggur einnig áherslu á það sem kallað er vaxtarhugarfar (e. growth mindset) sem lýsir sér þannig að leikmenn með slíkan þjálfara eru tilbúnari að takast á við krefjandi áskoranir og aðstæður, sýna seiglu og þrautseigju og læra af mistökum. Þeir einstaklingar trúa því að með vinnusemi, skynsemi og áhættu geti þeir bætt sig. Leikmenn vilja halda áfram að takast á við krefjandi áskoranir og sækjast jafnvel í slíkar aðstæður. Leikmenn sem tileinka sér vaxtarhugarfar eru líklegri til að bregðast uppbyggilega við mistökum og jafnvel prófa nýja hluti og í raun líta á það sem hluta af einhvers konar lærdómsferli til að bæta sig og verða betri. Þeir þjálfarar sem eru sveigjanlegir eiga auðveldara með að byggja upp þrautseigju og seiglu hjá leikmönnum þrátt fyrir óvæntar og oft erfiðar áskoranir sem komið geta upp eins og í fótbolta. Fótbolti er í stöðugri þróun og kröfur og þarfir leikmanna breytast. Það er því sérstaklega mikilvægt að þjálfari geti aðlagað sig að þeim breytingum. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun